Fara í efni

Opið hús listnáms- og hönnunarbrautar 29. apríl

Opna húsið verður miðvikudagskvöldið 29. apríl.
Opna húsið verður miðvikudagskvöldið 29. apríl.

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 29. apríl, kl. 20:00-21:30 býður Listnáms- og hönnunarbraut VMA, miðvikudagskvöldið til opins húss í norðuranddyri VMA og í húsnæði Listnáms- og hönnunarbrautar á 2. hæð.

Á opna húsinu verður sýndur afrakstur af vinnu nemenda í hinum ýmsu áföngum á vorönn. Þarna má sjá myndlist, textíl, hönnun, skúlptúra, módelteikningu, fatasaum, laserskurð og 3D prentun, ljósmyndun og margt, margt fleira.

Kynningarplakat fyrir opna húsið hannaði Bjarni Ísar Thorarensen Bjarnason.

Allir eru hjartanlega velkomnir.