Fara í efni

Uppselt um helgina á Grís - miðasala á sýningar 5. og 6. mars

Atriði úr Grís. Myndin var tekin á frumsýningunni.
Atriði úr Grís. Myndin var tekin á frumsýningunni.

Þá er komið að annarri sýningarhelgi á söngleiknum Grís í Gryfjunni. Sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld kl. 20:00 og annað kvöld á sama tíma. Þriðja sýningin verður nk. sunnudag kl. 17:00.

Fyrr í vikunni var orðið uppselt á sýningarnar í kvöld og annað kvöld en með rýmkun reglna um sóttvarnir í þessari viku opnaðist möguleiki á að bæta við miðum á sýningarnar og hefur sætum verið fjölgað úr tæplega hundrað í hundrað og tuttugu. Viðbótarmiðarnir voru fljótir að renna út og varð uppselt strax í gær á allar þrjár sýningar helgarinnar. 

Vegna mikillar spurnar eftir miðum hefur verið bætt við sýningum 5. og 6. mars kl. 20:00 bæði kvöldin.

Hægt er að panta miða með því annað hvort að hringja í síma 7934535 milli kl. 16 og 19 virka daga eða senda tölvupóst á netfangið midasala@thorduna.is. Miðana fá sýningargestir afhenta við innganginn og greiða þar fyrir þá – hvort sem er með kortum eða peningum. Miðinn kostar 3.900 fyrir fullorðna en fyrir börn f. 2005 og yngri kostar miðinn kr. 3.400.