Fara í efni  

Ódýr og ţćgileg leiđ fyrir ţá sem fá sér hádegisverđ í Kaffiteríu VMA

Fyrir ţá sem dvelja löngum stundum í skólanum er mikilvćgt ađ borđa holla og góđa máltíđ í hádeginu. Lostćti býđur nemendum upp á ódýra og ţćgilega leiđ ţegar kemur ađ hádegisverđinum. Í fyrra var í fyrsta skipti bođiđ upp á nýja ţjónustu ţar sem nemendur geta fengiđ inneignarkort í kaffiteríunni.

Fyrir þá sem dvelja löngum stundum í skólanum er mikilvægt að borða holla og
góða máltíð í hádeginu. Lostæti býður nemendum upp á ódýra og þægilega leið
þegar kemur að hádegisverðinum.

Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á nýja þjónustu þar sem nemendur geta
fengið inneignarkort í kaffiteríunni.

Inn á kortið er hægt að kaupa inneignir á hafragraut í morgunsárið,
hádegisverð, kaffi, og ávexti. Kortið er skannað í lok afgreiðslu og þá
dregst viðkomandi vara frá kortinu. Hægt er að kaupa inneign á kortið í
kaffiteríu VMA eða með kreditkorti á heimasíðu Lostætis.
 
Allir korthafar fá aðgang að sínu svæði þar sem hægt er að skoða stöðu
inneigna á kortinu, skoðað matseðil mötuneytisins, kaupa inneignir ofl.

Alltaf ódýrasti kosturinn  - “Annarkortið” er mjög hentugt en það gildir
fyrir hádegisverð alla virka daga sem kaffiterían er opin, út önnina. Með
því að kaupa annarkortið er hæglega hægt að spara sér stórfé enda kostar
heit máltíð frá 743.-

Kíktu á vefinn hjá Lostæti og tryggðu þér Annarkortið í tæka tíð.

www.lostaeti.is/kort


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00