Fara í efni

Oddeyrarskólakrakkar kynntu sér verknámsbrautir VMA

Þriðjubekkingar við sumarhús byggingadeildar.
Þriðjubekkingar við sumarhús byggingadeildar.

Nemendur í þriðja og fjórða bekk í Oddeyrarskóla heimsóttu VMA í gær og kynntu sér verknámsbrautir skólans. Krakkarnir hafa verið að lesa bókina "Iðnir krakkar", sem segir frá systkinunum Siggu Láru og Kára sem skoða nýja húsið sem þau flytjast bráðum í. Þar lenda þau í ýmsum ævintýrum og kynnast því sem iðnaðarmenn gera. Í tengslum við lestur bókarinnar og þetta þema ákváðu kennarar krakkanna að leita eftir því að þeir gætu kynnt sér verknámsbrautir VMA og fengið smá vitneskju um hvað verðandi iðnaðarmenn þurfa að læra. Að sjálfsögðu var ljúflega tekið í þá ósk, enda fátt skemmtilegra en að fá áhugasama krakka í heimsókn í skólann. Benedikt Barðason aðstoðarskólameistari og Árný Þóra Ármannsdóttir námsráðgjafi fylgdu hópunum á verknámsbrautirnar, þar sem kennarar viðkomandi brauta fræddu krakkana síðan um kennsluna og starfsemi brautanna.

Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í heimsókn Oddeyrarskólakrakka í gær.