Fara í efni

Nýtt vefskólablað VMA í burðarliðnum

Blaðið verður birt á pdf-formi hér á vefnum.
Blaðið verður birt á pdf-formi hér á vefnum.
Innan fárra daga mun birtast á vef VMA skólablað sem nemendur í lífsleikni hafa verið að vinna að. Slíkt blað hefur ekki verið gefið út áður í skólanum og raunar er nokkuð langt um liðið síðan gefið var út prentað skólablað í VMA.

Innan fárra daga mun birtast á vef VMA skólablað sem nemendur í lífsleikni hafa verið að vinna að. Slíkt blað hefur ekki verið gefið út áður í skólanum og raunar er nokkuð langt um liðið síðan gefið var út prentað skólablað í VMA.

Í lífsleikni eru nemendur á fyrsta ári, í það heila eru þeir í ellefu hópum og leggja hóparnir allir hönd á plóg við vinnslu blaðsins. Vala Jónsdóttir, kennari, forvarna- og félagsmálafulltrúi skólans, segir að líta megi á þetta sem tilraunaverkefni og ef vel takist til verði byggt ofan á þá reynslu sem fáist við vinnslu þessa blaðs. "Við gerum þetta á mjög einfaldan hátt í þessu fyrsta blaði, en ég sé fyrir mér að unnt verði að þróa blaðið áfram og það verði fastur liður í námi krakkanna. Í þessu fyrsta blaði er efnið úr ýmsum áttum og fengu nemendur algjörlega að ráða efnisvali og efnistökum," segir Vala, en á fyrri önn voru tveir tímar á viku í lífsleikni en á þessari önn er einn tími í viku. "Við erum langt komin með vinnslu blaðsins og það mun koma fyrir almenningsjónir innan fárra daga. Blaðið verður birt sem pdf-skjal og gert aðgengilegt á vef skólans," segir Vala og er ánægð með hversu mikinn áhuga nemendur hafi sýnt þessu verkefni. "Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna. Blaðið er liður í því að gera lífið skemmtilegra í skólanum og takast á við ný og skapandi verkefni," segir Vala.