Fara í efni

Nytjamarkaður í B15 í dag

Nemendur í áfanganum Heimilishald á starfsbraut leggja sitt af mörkum í þágu góðgerðarmála með því að efna til nytjamarkaðar í þessari viku í skólanum þar sem eitt og annað er boðið til sölu gegn vægu verði. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála.

Í áfanganum Heimilishald er m.a. fjallað um að vera ábyrgur neytandi í nútíma samfélagi og hvernig það endurspeglast í daglegu lífi. Hvernig hegðun okkar og venjur geta dregið úr óþarfa neyslu, matarsóun og aukið almenna nýtni. Þá kynnast nemendur helstu heimilisstörfum, skipulagi heimilishalds og mikilvægi viðhalds og öryggis á heimilum. Einnig gera nemendur verðkönnun, setja upp áætlun um matarinnkaup og einfalt heimilisbókhald.

Nytjamarkaðurinn er í stofu B15. Opið var sl. þriðjudag og seinni dagur markaðarins er í dag, fimmtudaginn 9. október, kl. 11:10-13:10. Allir eru velkomnir.