Fara í efni

Nytjamarkaður á bókasafninu í VMA

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að halda áfram með Nytjamarkaðinn í nokkra daga. Enn er tækifæri til að koma með hluti og föt og versla líka eitthvað í leiðinni. Margt smátt gerir eitt stórt og núna hafa safnast 21 þúsund krónur.
 
Þó að fjölbreytni söluvara sé mjög mikil þá er samt ekki verið að selja skíði í þetta sinn. Hver veit hvað verður á næsta Nytjamarkaði.  Mikil eftirspurn hefur verið eftir skíðum.
 

Ef þið hafið áhuga á að skipta út hlutum sem þið eigið og
kaupa annað í staðinn og styrkja gott málefni í leiðinni, þá
er tækifærið núna.

Eins og við vitum snýst þemavikan m.a. um ábyrga neyslu,
umhverfisvitund, endurvinnslu, aukinn jöfnuð og umgengni.

Allur ágóðinn er látinn renna til UNGFRÚ RAGNHEIÐAR
(Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins).

Sjáumst á nytjamarkaðnum á bókasafninu!

Starfsfólk Bókasafnsins í VMA