Fara í efni  

Nýr nemendahópur í múrsmíđi

Nýr nemendahópur í múrsmíđi
Nemendur í múrsmíđi međ Bjarna kennara Bjarnasyni.

Á ţessari önn byrjar hópur níu nemenda nám í múrsmíđi en síđasti hópurinn í múrsmíđi í VMA lauk námi áriđ 2018. Fyrsta kennslustundin var sl. föstudag og annast Bjarni Bjarnason, múrarameistari á Akureyri, kennsluna, eins og síđast.

Múrsmíđi er ein ţeirra greina sem eru kenndar í byggingadeild VMA og rćđst af fjölda umsókna á hverjum tíma hvenćr fagiđ er kennt. En til ţess ađ komast í múrsmíđina ţurfa nemendur ađ hafa lokiđ fyrstu önninni í grunndeild byggingagreina. Bjarni segir ađ námiđ í múrsmíđi sé fjórar annir og skiptist sá tími á bóklegar og verklegar greinar. Á ţessari fyrstu önn í náminu segir hann ađ námiđ sé fyrst og fremst bóklegt en um múrsmíđina gildir ađ nemendur ţurfa ađ hafa lokiđ 72 vikum á námssamningi til ţess ađ geta fariđ í sveinspróf.

Ţegar litiđ var inn í fyrstu kennslustundina í múrsmíđi hjá ţessum nýja námshópi voru sjö af níu nemendum mćttir. Á nemendunum mátti heyra ađ sumir hafa unniđ töluvert nú ţegar í múrsmíđi en einnig eru ţess dćmi ađ nemendur fari beint úr grunndeildinni í ţetta nám.

Múrsmíđin hefur sem fag tekiđ töluverđum breytingum í tímans rás, eins og margar ađrar iđngreinar. Ţannig segir Bjarni ađ flísalögn sé orđin nokkuđ stór hluti af vinnu múrara en eftir sem áđur er og verđi alltaf full ţörf á hinu klassíska múrverki í húsum, jafnt innan sem utan dyra.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00