Fara í efni

Nýnemar í VMA haustið 2023

Nú hefur öllum nýnemum verið svarað um skólavist á næsta skólaári, og hafa þeir fengið sendan tölvupóst þar sem fram kemur á hvaða braut þeir innritast. Greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum koma í heimabanka í dag. Hafir þú ekki fengið sendan tölvupóst bendum við á að nemendur geta séð stöðu umsókna þ.e. braut og skóla inn á innritunarsíðu  Menntamálastofnunar (menntagatt.is)

Við tókum eftir því að einhver netföng skiluðu sér ekki rétt inn við yfirfærslu úr umsóknarkerfinu og bendum við ykkur því sérstaklega á Menntamálastofnunar til að athuga stöðu umsóknar.

Hér er hægt að finna upplýsingar um skólabyrjun fyrir nýnema.