Fara í efni

Nýnemar á Hólavatni

Að sjálfsögðu fóru nýnemar í árlegar nýnemaferðir á Hólavatn í Eyjafjarðarsveit í vikunni. Fyrri hópurinn fór á Hólavatn sl. þriðjudag og seinni hópurinn í gær, miðvikudag.

Á leið fram á Hólavatn var stoppað við Smámunasafnið og hópmyndir teknar af nemendahópunum við listaverk Beate Stormo. Síðan var haldið áfram á Hólavatn þar sem brugðið var á leik í hinum ýmsu leikjum og þrautum. Þá var boðið til hamborgaraveislu og að næringu lokinni höfðu bátarnir á Hólavatni mikið aðdráttarafl enda veðurguðirnir í sólskinsskapi. Nýnemaferðirnar á Hólavatn tókust frábærlega vel og allir komu heim glaðir í hjarta.

Hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson og fleiri tóku í nýnemaferðinni sl. þriðjudag.

Hér eru myndir sem voru teknar í gær, miðvikudag.