Fara í efni

Nýnemahátíð og nýnemaferð

Við upphaf nýnemaferðarinnar í gær.
Við upphaf nýnemaferðarinnar í gær.

Í dag, 1. september, verður nýnemahátíð í VMA kl. 11.20-13.15 þar sem nýnemar eru boðnir velkomnir. Hátíðin hefst í Gryfjunni þar sem skemmtiatriði verða í boði og síðan er öllum nemendum og starfsfólki skólans boðið til grillveislu.

Að frátöldum þeim tíma sem nýnemahátíðin stendur yfir verður kennsla í dag samkvæmt stundaskrá.

Í gær fóru nýnemar og fjöldi starfsmanna skólans í árlega nýnemaferð. Farið var í fjórum rútum í gærmorgun frá VMA og var ferð tveggja haldið inn Hörgárdal og Öxnadal og yfir í Skagafjörð þar sem samgönguminjasafnið í Stóragerði var skoðað. Hinum tveimur rútunum  var ekið norður Tröllaskaga til Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var skoðað. Síðan mættust rúturnar í Ketilási í Fljótum þar sem var brugðið á leik og matur snæddur. Að hádegismat loknum var síðan haldið áfram för, þeim tveimur rútum sem var ekið yfir Öxnadalsheiði og í Skagafjörðinn var ekið áfram til Siglufjarðar og stoppað í Síldarminjasafninu en hinum tveimur  var ekið í Stóragerði. Komið var aftur til Akureyrar síðdegis.