Fara í efni

Nýnemahátíð og nýnemaball

Nemendafélagið Þórduna stendur í kvöld fyrir nýnemaballi í Sjallanum á Akureyri.
Nemendafélagið Þórduna stendur í kvöld fyrir nýnemaballi í Sjallanum á Akureyri.

Í þessari viku hafa nýnemar átt sviðið í skólastarfinu og komið að loka viðburði nýnemavikunnar sem er ball í Sjallanum í kvöld - Sprengjan . Verð aðgöngumiða í forsölu er kr. 2500 en verð aðgöngumiða við innganginn er kr. 3500. Nánar hér

 

Um skemmtunina sjá Séra Bjössi, Háski, dj Bjarni K og SZK. 

Þar sem stefnir í mjög góða mætingu á ballið hefur skólameistari samþykkt að gefið verði frí hjá öllum nemendum í fyrsta tímapari þannig að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 10 föstudaginn 1. september. Skólinn opnar eins og venjulega. Bókasafnið, mötuneyti og skrifstofan verða opin samkvæmt venju. 

Síðustu tvo daga hafa nýnemar VMA og starfsmenn skólans farið í nýnemaferðir á Hólavatn í Eyjafjarðarsveit.

Þessar myndir voru teknar í nýnemaferðinni sl. þriðjudag. 

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á Hólavatni í gær.

30. ágúst - myndaalbúm 1
30. ágúst - myndaalbúm 2

Í hádeginu í dag verður síðan nýnemahátíð í skólanum sem nemendafélagið Þórduna sér um. Brugðið verður á leik í Gryfjunni kl. 11:30 og síðan verður nýnemum boðið til grillveislu. Kennsla hjá öðrum en nýnemum verður samkvæmt stundaskrá. 

 

 

.