Fara í efni

Nýnemahátíð - nýnemaball

Í nýnemaferðinni á Laugum í Reykjadal.
Í nýnemaferðinni á Laugum í Reykjadal.

Í dag verður nýnemahátíð í VMA þar sem nýnemar verða formlega boðnir velkomnir í skólann. Hátíðin í dag kemur í kjölfarið á nýnemaferðinni í gær austur í Lauga í Reykjadal. 

Hilmar Friðjónsson kennari var með myndavélina á lofti í nýnemaferðinni í gær og tók þessar myndir:

Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2

Nýnemahátíðin í dag hefst kl. 11:45 með grilli fyrir nýnema og frá kl.12:20 verður öðrum nemendum og starfsfólki VMA boðið upp á grillmat og síðan stendur nemendafélagið Þórduna fyrir skemmtdagskrá í Gryfjunni. Kennsla fellur niður meðan á hátíðinni stendur en hún hefst aftur kl. 14:00 samkvæmt stundaskrá.

Í kvöld stendur nemendafélagið Þórduna síðan fyrir nýnemaballi á Pósthúsbarnum. Það er öllum opið, ekki einungis nýnemum. Fram kemur rappteymið Sprit Zero Klan og um danstónlistina sér dj Stórleikurinn. Verð aðgöngumiða kr. 1.500. Ölvun ógildir aðgöngumiðann. Húsið verður opnað kl. 20:30 og stendur ballið til miðnættis.