Fara í efni

Nýnemahátíð í dag - vel sóttur foreldrafundur

Foreldrar nýnema á fundi með stjórnendum VMA.
Foreldrar nýnema á fundi með stjórnendum VMA.
Nýnemahátíð VMA verður haldin í dag frá kl. 13 til 15 í Gryfjunni. Vegna hennar fellur kennsla niður frá og með kl. 12:50. Í fyrradag var haldinn mjög vel sóttur fundur með foreldrum nýnema þar sem þeir fræddust um skólastarfið í vetur.

Nýnemahátíð VMA verður haldin í dag frá kl. 13 til 15 í Gryfjunni. Vegna hennar fellur kennsla niður frá og með kl. 12:50. Í fyrradag var haldinn mjög vel sóttur fundur með foreldrum nýnema þar sem þeir fræddust um skólastarfið í vetur.

Í tilefni af nýnemahátíðinni í dag, þar sem eldri nemendur og starfsfólk taka vel á móti nýnemum og bjóða þá velkomna, munu Lostæti, VMA og Þórduna bjóða öllum, sem áhuga hafa, upp á grillaða hamborgara ásamt meðlæti.

Dagskrá nýnemahátíðarinnar hefst kl. 13 með stuttu myndbandi en síðan tekur kynnir dagsins, Egill Bjarni Friðjónsson, sem er nemandi við skólann, við og stjórnar dagskránni.

Fram koma:
-Sindri Snær Konráðsson nemandi með tónlistaratriði.
-Elísa Ýrr Erlendsdóttir nýnemi tekur lagið.
-Guðmundur Sverrisson nemandi sýnir töfrabrögð.
-Fríða Kristín Hreiðarsdóttir nemandi syngur nokkur lög.
-Vala og Einar Höllu, fyrrverandi nemendur skólans, slá botninn í dagskrána.

Í kvöld verður síðan diskótek frá kl. 21 til miðnættis í M-inu þar sem DJ Knutsen sér um fjörið.

Vel sóttur fundur með foreldrum
Eins og í upphafi hvers skólárs var haldinn fundur með foreldrum nýnema sl. þriðjudag í Gryfjunni. Við þetta tækifæri gafst foreldrum og forráðamönnum tækifæri til þess að hitta umsjónarkennara barna sinna, fá hvers konar upplýsingar um skólastarfið auk þess að kynna sér húsnæði skólans. Mjög góð mæting var á fundinn og að fundarlokum fór fram kaffispjall meðal gesta og starfsmanna. Hér má sjá myndir sem Hilmar Friðjónsson tók á foreldrafundinum.

„Þetta er í annað sinn í haust sem foreldrar nýnema koma í heimsókn en margir þeirra komu á skemmtilegan fund til okkar daginn sem stundaskrár voru afhentar 21. ágúst. Greinilegt er að foreldrar og forráðamenn vilja eiga þess kost að kynnast skóla barna sinna sem best og eiga gott samstarf við starfsfólk hans, sem er afskaplega ánægjulegt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari.