Fara í efni

Nýnemahátíð í dag

Úr nýnemaferðinni í síðustu viku. Mynd: Hilmar F.
Úr nýnemaferðinni í síðustu viku. Mynd: Hilmar F.

Árleg nýnemahátíð verður í VMA í dag, fimmtudag, og er haldin í því skyni að bjóða nýnema velkomna í skólann. Nemendafélagið Þórduna annast framkvæmd hátíðarinnar.

Nýnemahátíðin verður í Gryfjunni og í portinu fyrir sunnan skólann – gengið út úr Gryfjunni – og hefst kl. 11:20. Kennsla fellur almennt niður frá kl. 11:25 til 13:15. Að öðru leyti er kennsla samkvæmt stundaskrá í dag frá 08:15 til 11:20 og síðan að lokinni nýnemahátíð kl. 13:15 til 16:10.

DJ Elmar sér um tónlistina í Gryfjunni og tilkynnt verða úrslit í leiknum úr nýnemaferðinni. Síðan verður boðið til grillveislu í portinu fyrir sunnan skólans. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að taka virkan þátt í nýnemahátíðinni.

Í kvöld verður nýnemaball á Pósthúsbarnum og hefst það kl. 21:00. Þar skemmtir rapparinn KÁ-AKÁ ásamt DJ Dodda mix og DJ Elmari.