Fara í efni

Nýnemahátíð á fimmtudag

Nýnemar í nýnemaferð á Hólavatni í síðustu viku.
Nýnemar í nýnemaferð á Hólavatni í síðustu viku.
Næstkomandi fimmtudag, 4. september, verður efnt til nýnemahátíðar í VMA – nýnemum til heiðurs og þeir boðnir formlega velkomnir í skólann. Hátíðin fer fram í Gryfjunni frá kl. 13 til 16 og fellur kennsla niður frá og með kl. 13.

Næstkomandi fimmtudag, 4. september, verður efnt til nýnemahátíðar í VMA – nýnemum til heiðurs  og þeir boðnir formlega velkomnir í skólann. Hátíðin fer fram í Gryfjunni frá kl. 13 til 16 og fellur kennsla niður frá og með kl. 13.

Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri VMA, segir nýnemahátíðina ekki bara fyrir nýnema skólans, allir séu hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á hamborgara og gos og ýmislegt verður til skemmtunar, framreitt af Völu og Einari Höllu og hæfileikaríkum nemendum í VMA. Á fimmtudagskvöld kl. verður síðan efnt til nýnemadansleiks kl. 21-24 í M01 í VMA þar sem DJ Knutsen sér um tónlistina.

Nýnemahátíðin er í framhaldi af vel heppnuðum nýnemaferðum í síðustu viku.