Fara í efni  

Nýnemaferđ í dag

Nýnemaferđ í dag
Viđ upphaf nýnemaferđarinnar í morgun.

Nýnemaferđ er orđin fastur liđur í upphafi skólastarfs í VMA og á ţví verđur engin undantekning í ár. Nýnemaferđin er  á dagskrá í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, og verđur fariđ í óvissuferđ út fyrir bćinn og brugđiđ á leik.

Eins og fram hefur komiđ eru nýnemar í VMA ađ ţessu sinni rösklega tvö hundruđ og eins og vera ber dreifast ţeir á allar deildir skólans – bók- og verknámsdeildir.

Lagt var af stađ frá VMA klukkan 09:00 í morgun og ţá voru ţessar myndir teknar. Nýnemaferđin er vel til ţess fallin ađ hrista nýnemahópinn saman, ađ kynnast nýjum skólafélögum og um leiđ kennurum og stjórnendum skólans sem slást međ í för. Jafnan hafa ţessar ferđir tekist međ miklum ágćtum og svo verđur án nokkurs vafa einnig í ár.

Nýnemaferđin er ekki ţađ eina sem gert er til ţess ađ bjóđa nýnema VMA velkomna í skólann. Ađ viku liđinni verđur árleg nýnemahátíđ í skólanum sem lýkur síđan um kvöldiđ međ nýnemaballi. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00