Fara í efni

Nýnemaferð í dag

Við upphaf nýnemaferðarinnar í morgun.
Við upphaf nýnemaferðarinnar í morgun.

Nýnemaferð er orðin fastur liður í upphafi skólastarfs í VMA og á því verður engin undantekning í ár. Nýnemaferðin er  á dagskrá í dag, fimmtudaginn 24. ágúst, og verður farið í óvissuferð út fyrir bæinn og brugðið á leik.

Eins og fram hefur komið eru nýnemar í VMA að þessu sinni rösklega tvö hundruð og eins og vera ber dreifast þeir á allar deildir skólans – bók- og verknámsdeildir.

Lagt var af stað frá VMA klukkan 09:00 í morgun og þá voru þessar myndir teknar. Nýnemaferðin er vel til þess fallin að hrista nýnemahópinn saman, að kynnast nýjum skólafélögum og um leið kennurum og stjórnendum skólans sem slást með í för. Jafnan hafa þessar ferðir tekist með miklum ágætum og svo verður án nokkurs vafa einnig í ár.

Nýnemaferðin er ekki það eina sem gert er til þess að bjóða nýnema VMA velkomna í skólann. Að viku liðinni verður árleg nýnemahátíð í skólanum sem lýkur síðan um kvöldið með nýnemaballi.