Fara í efni

NÝNEMAFERÐIR

Mánudaginn 26. - fimmtudags 29. ágúst 2013

Mánudaginn 26. - fimmtudags 29. ágúst 2013 

Eins og undanfarin ár byrja nýnemar önnina með því að fara í nýnemaferðir. Þessar ferðir eru til að efla liðsandann í umsjónarhópunum og gefa nemendum og kennurum tækifæri til að kynnast. Ferðirnar hefjast í VMA og mæta nemendur kl. 8.15 við inngang að norðan þar sem er gert nafnakall. Áætluð heimkoma í VMA er á milli kl. 15 og 16. Nemendur þurfa að klæða sig eftir veðri þar sem dagskráin fer fram að mestu leiti utan húss. Nemendur fá að borða í ferðinni þannig að það þarf ekki að taka með sér nesti. Nemendum er skipt á dagana eftir því hjá hvaða umsjónarkennara þeir eru. Hér fyrir neðan má sjá skiptinguna á dagana. Góða skemmtun!

  • Mánudaginn fara umsjónanemendur Hinriks Þórhalssonar, Hilmars Friðjónssonar og Árna Hrólfs Helgasonar.
  • Þriðjudaginn fara umsjónanemendur Sólveigar Þóru Jónsdóttur og Þorsteins Krügers.
  • Miðvikudaginn fara umsjónanemendur Önnu Berglindar Pálsdóttur og Ómars Kristinssonar.
  • Fimmtudaginn fara umsjónanemendur Írisar Ragnarsdóttur,  Valgerðar Daggar Jónsdóttur, Svanlaugs Jónassonar, Guðrúnar Ástu og Svanhildar Daníelsdóttur.