Fara í efni

Nýjar samkomutakmarkanir

Enn og aftur erum við komin í takmarkanir vegna covid-19 smita í samfélaginu en það þýðir ekkert annað en að standa saman og ná niður smitum. 

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum hefur verið gefin út. Breytingarnar hafa hvorki mikil áhrif á kennsluna né skipulagið á námi í VMA. En nemendur eru beðnir um að fara eftir þeim fyrirmælum sem reglugerðin setur okkur og fara eftir tilmælum starfsmanna skólans um sóttvarnir og þátttöku nemenda í þeim. Þessar takmarkanir gilda til 8. desember n.k. 

Nú er 50 manna fjöldatakmörkun í rými og blöndun milli námshópa er leyfileg. Það þýðir að í hverju rými mega ekki fleiri en 50 vera saman og námshópar eru innan þeirra marka í kennslustundum. Nemendur geta farið á milli kennslustofa og námshópa. 

Búið er að skipta Gryfjunni í tvö 50 manna hólf. Þeir sem eru að borða hafa forgang að stólum og borðum fyrir framan mötuneytið og þar mega 50 manns vera í einu. 50 geta verið ofan í Gryfjunni sjálfri og þar er líka hægt að borða við þau borð sem þar eru. Virðum fjarlægðamörk á milli ótengdra aðila.

Hvað þurfa nemendur að gera varðandi sóttvarnir í skólanum?

  • Áhersla er á persónulegar sóttvarnir, handþvott og notkun á handspritti.
  • Grímuskylda í öllum rýmum skólans. Nemendur/starfsmenn geta verið án grímu eftir að sest er niður í skólastofum en mælst er til að allir séu með grímu, alltaf. Grímunotkun minnkar líkur á smiti og getur skilið á milli þess að fólk fari í smtgát í stað sóttkvíar ef smitaður einstaklingur hefur verið í kennslustund. 
  • Ef nemendur finna fyrir flensueinkennum þarf að panta tíma í einkennasýnatöku og alls ekki mæta með einkenni/veik í skólann. Aldrei að hika við að fara í sýnatöku ef þið eruð í einhverjum vafa um að þið þurfið þess og beini ég því líka til foreldra að passa upp á að börnin ykkar mæti ekki með einkenni í skólann. 
  • Nemendur taka þátt í sótthreinsun á borðum, stólum, verkfærum, tölvum og öðrum snertiflötum í lok kennslustunda. Þið kunnið þetta.  
  • Þeir sem hafa ekki farið í bólusetningu eru hvattir til að gera það. 
  • Við þurfum að forðast hópamyndanir utan kennslustunda. Nemendur eru beðnir um að safnast ekki saman á göngum og á gönguleiðum innan skólans. Tryggjum gott flæði í gegnum skólann milli kennslustunda. 
  • Bókasafnið. Áhersla á að einstaklingar geti verið á safninu en ekki hópar. Minni á að á bókasafni er hópamyndun ekki leyfileg og bið ég nemendur um að tryggja eigin vinnufrið og annarra. 

Sem fyrr erum við öll í þessu saman. Við viljum halda uppi skólastarfi með eins eðlilegum hætti og hægt er. Menntun er ykkur mikilvæg og námið hér er fyrir ykkur. Sem fyrr er afar mikilvægt að sinna náminu og halda þetta út. Hingað til í þessum faraldri hafa nemendur VMA sýnt þrautseigju, þolinmæði og dugnað í þessu ástandi og þið haldið því áfram. 

Góða helgi.

Sigríður Huld, skólameistari VMA

- English -

Students and guardians of students at VMA.

Once again, we are in the throes of Covid-19 infections in the community, but that means nothing more than standing together and reducing infections. 

Today we had new regulations but the changes do not have much effect on students' studies at VMA. These restrictions will apply until 8th of December. 

But students are asked to follow the instructions that the regulation sets us and follow the recommendations of the school staff on and student participation in them. 

The maximum number of people allowed in the same location is 50 persons and mixing between study groups is allowed. Students can move between classrooms and study groups. 

Gryfjan has been divided into two 50-person compartments. Those who are eating have priority for chairs and tables in front of the canteen and there can be 50 people at a time.

Notice!

The rules are few and simple:

  • Masks are obligatory everywhere but students can take them off when seated in their classroom. We recommend that students wear masks all the time.
  • Students participate in classroom sanitation after class.
  • Students must stay away from school if they show any COVID-19 symptoms or have a cold. Get tested  and stay away until negative results are obtained. 
  • Students who have not been vaccinated are urged to do so. Information regarding vaccinations can be found here: HSN website.
  • Students are urged to download the tracing app Rakning C-19.

It is important that students and parents/guardians let the school know if a student needs to go into quarantine or isolation. Guardians of students under the age of 18 need to contact the school or use INNA to register absence, including a reason. Students over the age of 18 can register themselves.

For notification of quarantine, there are two ways. You can either register sick days in Inna and add an explanation: quarantine/isolation until (date) or email all applicable information to vma@vma.is. Teachers will be notified and, in return, they will contact the students with relevant information on studies while quarantined. 

Students are urged to follow given instructions. Let’s make the most use of the time we have for studying. It is for the greater good to follow the preventative guidelines at each time. Repeated failure to follow the rules can lead to suspension from the school.

Further information regarding COVID-19 can be found on covid.is in several languages.

Sigríður Huld, Principal