Fara í efni  

Nú styttist í árshátíđ VMA

Nú styttist í árshátíđ VMA
Páll Óskar mćtir í öllu sínu veldi.
Undirbúningur árshátíđar VMA er nú í fullum gangi, enda ekki nema rösk vika ţar til hún verđur haldin í Íţróttahöllinni á Akureyri, nánar tiltekiđ fimmtudagskvöldiđ 28. febrúar nk. Enginn annar en Páll Óskar mun sjá um ađ halda uppi fjörinu á dansgólfinu, ásamt Tiny og Stony. Veislustjórar verđa Hamborgarafabrikkufélagarnir Simmi og Jói.

Undirbúningur fyrir árshátíð VMA er nú í fullum gangi, enda ekki nema rösk vika þar til hún verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri, nánar tiltekið fimmtudagskvöldið 28. febrúar nk. Enginn annar en Páll Óskar mun sjá um að halda uppi fjörinu á dansgólfinu, ásamt Tiny og Stony. Veislustjórar verða Hamborgarafabrikkufélagarnir Simmi og Jói.

Jónas Kári Eiríksson, formaður Þórdunu, segir að vitaskuld sé eftirvænting í loftinu, enda árshátíðin að sjálfsögðu einn af hápunktum vetrarins í félagslífinu. Hann segir að þema kvöldsins verði Óskarsverðlaunahátíðin, sem einmitt verður haldin nk. sunnudagskvöld í Hollywood.

Auk framangreindra skemmtikrafta verða þéttskipuð skemmtidagskrá á meðan á borðhaldinu stendur. Þar má nefna að þeir sem lentu í þremur efstu sætunum í Söngkeppni VMA á dögunum munu stíga á stokk, sýnt verður myndband, sem Yggdrasil - Leikfélag VMA - hefur unnið, en þar verða kennarar m.a. sýndir í spéspegli. Flutt verða ávörp og margt fleira.

Húsið verður opnað kl. 19.00 en borðhald hefst klukkan 19.30.

Miðasala hefst í lok þessarar viku á skrifstofu Þórdunu í VMA. Verð aðgöngumiða fyrir félaga í skólafélögum VMA og MA er kr. 5.990 en 6.990 kr. fyrir aðra.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00