Fara í efni

NSK vísar mörgum nemendum veginn

Sáttur við kokteilinn.
Sáttur við kokteilinn.
Á fyrstu önn nemenda á almennri braut VMA fá þeir að kynnast námi á ýmsum verknámsbrautum skólans sem reynslan hefur sýnt að hefur hjálpað mörgum nemendum, sem hafa verið óráðnir í því hvaða námslínur þeir ættu að skrá sig á, til þess að finna sína fjöl og velja námsleið við hæfi.

Á fyrstu önn nemenda á almennri braut VMA fá þeir að kynnast námi á ýmsum verknámsbrautum skólans sem reynslan hefur sýnt að hefur hjálpað mörgum nemendum, sem hafa verið óráðnir í því hvaða námslínur þeir ættu að skrá sig á, til þess að finna sína fjöl og velja námsleið við hæfi.

Þessi áfangi sem nemendur á almennri braut VMA taka nefnist NSK – náms- og starfsfræðsla. Nemendur fást við verkefni og kynnast vinnubrögðum sem nýtast þeim í daglegu lífi og fræðast um starfsgreinar og atvinnumöguleika sem bjóðast að loknu starfsnámi í framhaldsskóla. Nemendur  kynnast námi í hverri deild í u.þ.b. tvær vikur. Þetta á við um matreiðslu og framreiðslunám, myndlistar- og handmenntanám, málmiðnnám, rafiðnnám, byggingaiðnnám og vélstjórnarnám.

Nemendur fara á milli verknámsbrauta á þessari önn og þegar kemur að því að velja nám fyrir vorönn eiga margir þeirra mun auðveldara með að velja sér námslínu sem þeir vilja fara á. NSK er því mikilvægt hjálpartæki margra nemenda og reynslan hefur margítrekað sýnt að hefur vísað mörgum nemendum veginn.

Í gær var hópur nemenda í NSK að kynna sér matreiðslu og framreiðslu. Halla Sigurðardóttir og Ari Hallgrímsson leiðbeindu nemendum að baka eplakökur og blanda óáfenga kokteila. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar við þetta tækifæri.