Fara í efni

Nemendur VMA fengu gull- og silfurverðlaun á Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina

Börkur fær gullverðlaunin
Börkur fær gullverðlaunin
Um helgina kepptu nokkrir nemendur okkar á Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina í Háskólanum í Reykjavík. Okkar nemendur stóðu sig frábærlega. Börkur Guðmundsson er Íslandsmeistari í rafvirkjun. Njáll Hilmarsson rafeindavirki er fyrsti Íslandsmeistarinn í sínu fagi en hann var í grunndeild VMA. Arnleif Höskuldsdóttir nemi í kjötiðn fékk gullverðlaun. Jeff Chris Hallström á hársnyrtibraut kemur heim með silfurverðlaun og sjúkraliðarnirnir Sunna Mjöll Bjarnadóttir og Hildur Björk Benediktsdóttir einnig.

Um helgina kepptu nokkrir nemendur okkar á Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina í Háskólanum í Reykjavík. Okkar nemendur stóðu sig frábærlega. Börkur Guðmundsson er Íslandsmeistari í rafvirkjun. Njáll Hilmarsson rafeindavirki er fyrsti Íslandsmeistarinn í sínu fagi en hann var í grunndeild VMA. Arnleif Höskuldsdóttir nemi í kjötiðn fékk gullverðlaun. Jeff Chris Hallström á hársnyrtibraut kemur heim með silfurverðlaun og sjúkraliðarnirnir Sunna Mjöll Bjarnadóttir og Hildur Björk Benediktsdóttir einnig.

 



Smiðirnir okkar stóðu sig mjög vel. Allir keppendur Tækinskólans í rafeindavirkjun höfðu tekið grunndeild rafiðna hér í VMA. Frábær árangur hjá öllu okkar fólki. Mikið var lagt í umgjörð mótsins og verðugt framtak til að vekja athygli á iðn- og verkgreinum (sjá www.verkidn.is).


Njáll Hilmarsson - Íslandsmeistarinn í rafeindavirkjun (í miðju)


Börkur Guðmundsson - Íslandsmeistari í rafvirkjun sýnir réttu handbrögðin


Arnleif Höskuldsdóttir nemandi VMA í kjötiðn fékk gullverðlaun
Hjörvar Jóhannsson og Höskuldur Hermannsson frá VMA kepptu líka


Sunna Mjöll Bjarnadóttir og Hildur Björk Benediktsdóttir - silfurverðlaun á Sjúkraliðabraut


Jeff Chris Hallström - silfurverðlaun á Hársnyrtibraut



Einar Ólafsson og Bjarki Sigurðsson kepptu í húsasmíðum


Marta Karen Vilbergsdóttir, Alexander Kristjánsson og Þorbjörg Katrín Davíðsdóttir (fyrir miðju) kepptu í hársnyrtingu


Kennarar voru:
María Albína Tryggvadóttir - sjúkraliðabraut
Þorleifur Jóhannsson - byggingadeild
Óskar Ingi Sigurðsson - rafiðndeild
Eðvald S. Valgarðsson - kjötiðn
Harpa Birgisdóttir - hársnyrtiiðn

Fleiri myndir eru í myndasafni