Fara í efni

Nemendur VMA í VIR 104 gera upp vatnstúrbínu og rafal

Nemendur VMA í VIR 104 gerðu upp vatnstúrbínu og rafal fyrir Hraun í Öxnadal. Það voru þeir Magnús Þór Árnason,Snorri Björn Atlason og Sævar Lárus Áskelsson sem gerðu vatnstúrbínuna upp en síðan tóku allir nemendur í VIR 104 þátt í uppsetningu og prófun.

Nemendur VMA í VIR 104 gerðu upp vatnstúrbínu og rafal fyrir Hraun í Öxnadal. Það voru þeir Magnús Þór Árnason, Snorri Björn Atlason og Sævar Lárus Áskelsson sem gerðu vatnstúrbínuna upp en síðan tóku allir nemendur í VIR 104 þátt í uppsetningu og prófun. Það voru farnar þrjár vinnuferðir inn að Hrauni í Öxnadal og vatnstúrbínan gangsett  25. apríl og rafmagnsframleiðsla hófst. Búið var að sækja túrbínu og rafala á Hraun í Öxnadal og taka túrbínu í sundur og senda hluta hennar í sandblástur niður á Sandblástur og Málmhúðun.

 

Töluverður tími hafði liðið frá því hún hafði verið sandblásin þangað til við hófumst handa og þurfti því að ryðhreinsa lok og hús hennar af einhverju leyti aftur, það var ryðhreinsað að mestu leyti með vírbursta í borvél,hreinsað vel með fituhreinsi (bremsuhreinsi) og  zinkhúðað. Slettuvörn á loki og húsi var eydd eða brotin þannig að ekki var hjá því komist að steypa í það, en fyrst þurfti að setja nýju legurnar uppá öxulinn og stilla túrbínuhjólið rétt af, svo það yrðu engin óþarfa töp, þegar það var búið boruðum við göt í gegnum legusætin niður í legustæðið snittuðum,svo að þetta færi nú allt rétt saman aftur og ekki þyrfti að stilla aftur. Þá var komið að steypun, við skárum til pappa og bjuggum þannig til mót svo að málmsteypan myndi ekki  leka meðfram. Það þurfti að steypa tvisvar til að ásættanlegt yrði .  Slettuvörn á driföxli var brotin öðru megin, sú heila var tekin af, en ákveðið var að smíða báðar þar sem það var ekki svo ýkja mikið verk, en í þá smíði voru innri hringarnir úr gömlu legunum notaðir því þeir pössuðu svo vel á öxulinn og smíðaðir nýir skvettuhringir og soðnir á.  Túrbínan var svo máluð fagur Johnson græn.


Slettuvörn illa tærð
Slettuvörn illa tærð

Magnús eldhress að stilla öxulinn af
Magnús eldhress að stilla öxulinn af

Rafali yfirfarinn
Rafali yfirfarinn

Þeir Snorri og Atli að bera níðþunga túrbínuna inn í stöðvarhúsið
Þeir Snorri og Atli að bera níðþunga túrbínuna inn í stöðvarhúsið

Það var smíðað sérstakt burðartæki sem var svo lítið notað
Það var smíðað sérstakt burðartæki sem var svo lítið notað

Jóhann kennari eitthvað að fara yfir hlutina,hvort sé ekki allt með felldu
Jóhann kennari eitthvað að fara yfir hlutina,hvort sé ekki allt með felldu

hjól sett á,af Gunnari Rafni
hjól sett á,af Gunnari Rafni

Jakob Þór ofaní stíflumannvirkinu,að hleypa vatni á virkjunina
Jakob Þór ofaní stíflumannvirkinu,að hleypa vatni á virkjunina

Túrbína og rafali komin á sinn stað
Túrbína og rafali komin á sinn stað

Kristinn mjög glaður með árangurinn
Kristinn mjög glaður með árangurinn