Fara í efni

Nemendur VMA á heimsmeistaramóti í íshokkí

Sannkölluð íshokkíveisla í Skautahöllinni á Ak.
Sannkölluð íshokkíveisla í Skautahöllinni á Ak.

Tveir af liðsmönnum U-18 landsliðs Íslands í íshokkí, sem spilar sinn fyrsta leik í heimsmeistaramóti IIHF í Skautahöllinni á Akureyri í dag, sunnudaginn 12. mars, eru nemendur í VMA, Ormur Karl Jónsson og Daníel Snær Ryan.

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Mexikó, Tyrkland, Bosnía-Herzegóvína, Ísrael og Luxembourg.

Liðið er þannig skipað:

Markmenn:
Þórir Aspar

Sigurgeir Bjarki Söruson

Sóknarmenn:
Ólafur Baldvin Björgvinsson

Uni Steinn Sigurðarson Blöndal
Birkir Einisson
Hektor Hrolfsson
Haukur Freyr Karvelsson
Viktor Jan Mojzyszek
Ýmir Hafliðason
Helgi Bjarnason
Arnar Smári Karvelsson
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Bjarmi Kristjánsson
Freyr Waage Magnússon

Varnarmenn:
Ormur Karl Jónsson
Kristján Hróar Jóhannesson

Arnar Kristjánsson
Haukur Steinsen
Aron Gunnar Ingason
Daníel Snær Ryan

Landsliðsþjálfarar eru Rúnar F. Rúnarsson og Vladimir Kolek.

Á meðan á mótinu stendur gistir íslenska liðið á Lamb-inn í Eyjafjarðarsveit. Hér er viðtal við Orm Karl Jónsson, sem er fyrirliðið liðsins, á vefnum ishokki.is

Leikir liðsins eru sem hér segir:

Sunnudagur 12. mars kl. 20:00 Ísland – Mexíkó
Mánudagur 13. mars kl. 20:00 Ísland – Bosnía-Herzegovina
Miðvikudagur 15. mars kl. 20:00 Ísland – Tyrkland
Fimmtudagur 16. mars kl. 20:00 Ísland – Lúxemborg
Laugardagur 18. mars kl. 18:00 Ísland – Ísrael

Íslenska liðið er sterkt og á harma að hefna eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast upp úr riðlunum í fyrra, en þá voru þrjú lið efst og jöfn og aðeins markahlutfall réði því að Ísland sat eftir.