Fara í efni

Nemendur í stál- og blikksmíði smíða kerrur

Kerrurnar eru vel smíðaðar og þola ýmislegt.
Kerrurnar eru vel smíðaðar og þola ýmislegt.

Smíði á veglegum kerrum er eitt af lokaverkefnum nemenda í stál- og blikksmíði í VMA. Smíði á kerrunum er komin vel á veg og þær farnar að taka á sig mynd.

Þegar litið var inn í kennslustund hjá Kristjáni Kristinssyni voru nemendur hans að leggja lokahönd á smíði á kerrugrindunum áður en þær fara í zinkbað í Ferro Zink á Akureyri. Að baðinu loknu verður haldið áfram með frágang á kerrunum, 

Átta nemendur í stál- og blikksmíði eru nú á lokasprettinum í námi sínu í VMA en allir eru þeir á námssamningum í sínum faggreinum í ýmsum fyrirtækjum.