Fara í efni

Nemendur í húsgagnasmíði smíða glæsilega skápa

Skápur Margrétar
Skápur Margrétar
Margrét Pálsdóttir og Eyþór Halldórsson, nemendur í húsgagnasmíði, eiga skápana á myndunum. Þau hönnuðu skápana sjálf í áfanganum THG303 teikningar og verklýsingar í húsgagnasmíði og smíðuðu þá í áfanganum LHG103 lokaverkefni í húsgagnasmíði. Margrét er á leið í sveinspróf nú í lok mánaðarins, en Eyþór sem er sveinn í húsasmíði er að bæta við sig faggreinum húsgagnasmiða.Margrét Pálsdóttir og Eyþór Halldórsson, nemendur í húsgagnasmíði, eiga skápana á myndunum. Þau hönnuðu skápana sjálf í áfanganum THG303 teikningar og verklýsingar í húsgagnasmíði og smíðuðu þá í áfanganum LHG103 lokaverkefni í húsgagnasmíði. Margrét er á leið í sveinspróf nú í lok mánaðarins, en Eyþór sem er sveinn í húsasmíði er að bæta við sig faggreinum húsgagnasmiða.
Margrét smíðaði skápinn úr eik og er lýsing neðan í hillunum. Í efri hlutanum eru glærlökkuð rammastykki úr gegnheilli eik með innfelldu gleri og neðri hlutinn er spónlagur með liggjandi eikarspóni. Innan á baki skápsins er hnoturótarspónn á milli hillnanna.

Eyþór smíðaði barskáp með útskornum fulningahurðum úr mahoní, spónlögðum hliðum og gegnheilum útfræstum toppi og sökkli. Inni í skápnum er innrétting úr sama efni og spegill í baki. Í skápnum er einnig marglit LED lýsing. Skápurinn er allur litaður með kalíumdíkrómat, K2Cr2O7, til að fá þennan djúpa brúna lit.

Raflagnir voru lagðar af Gunnari Frímannssyni raflagnakennara.


Skápur Eyþórs - lokaður


Skápur Eyþórs - opinn


Skápur Margrétar


Skápur Margrétar - nærmynd