Nemendur í grunndeild rafiðna fá vinnubuxur að gjöf
04.11.2025
Það er gömul saga og ný að stuðningur atvinnulífsins við nemendur og skólann er ómetanlegur. Nýjasta dæmið um þetta er heimsókn Þórs Pálssonar framkvæmdastjóra/skólameistara Rafmenntar í skólann þar sem hann færði öllum nemendum á fyrstu önn í grunndeild rafiðna hágæða Helly Hansen vinnubuxur. Buxurnar fá nemendur að gjöf frá Rafmennt, Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka (SART).
Bestu þakkir Rafmennt, RSÍ og SART fyrir þessa góðu gjöf!