Fara í efni

Nemendur af íþrótta- og lýðheilsubraut á faraldsfæti

 

 

Fyrstu vikuna í september fóru tveir hópar nemenda af íþrótta- og lýðheilsubraut VMA í heimsókn til framhaldsskóla í Oppdal í Noregi og Fjerritslev í Danmörku. Heimsóknirnar voru liður í Erasmus verkefninu „Vin-Vin“ sem hefur það að markmiði bæta lýðheilsu með samstarfi lýðheilsu- og/eða íþróttabrauta framhaldsskólanna þriggja. Hluti af verkefninu felst í því að fara með nemendahópa milli landanna með það að markmiði að nemendur fái að kynnast mismnunandi aðstæðum til hreyfingar og iðkunar íþrótta. Áherslan í verkefninu í Oppdal og Fjerritslev er á útivist og útiveru en í VMA er þemað knattspyrna og er skólinn í samstarfi við Knattspyrnufélag Akureyrar í þeim efnum. Í Fjerritslev voru með nemendum Ólafur H. Björnsson íþróttakennari og Ómar Kristinsson sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og í Oppdal voru með nemendum kennararnir Jóhann Gunnar Jóhannsson og Svanlaugur Jónasson.