Fara í efni

Nemendur á stúdentsprófsbrautum kynntu lokaverkefni sín

Lokaverkefnishópurinn með Kristjönu kennara.
Lokaverkefnishópurinn með Kristjönu kennara.
Nemendur á stúdentsprófsbrautum eru í lokaverkefnisáfanga á síðustu önn sinni í náminu í VMA þar sem þeir velja sér eitthvert rannsóknar- eða heimildarritgerðarefni, læra að vinna með heimildir og setja fram sín umfjöllunarefni í rituðu máli. Punkturinn yfir i-ið er síðan tíu mínútna kynningar á verkefnunum í máli og myndum og voru þær síðastliðinn föstudag. Hér eru myndir sem voru teknar af lokaverkefniskynningunni sl. föstudag og hér er hópmynd af nemendunum ásamt kennara sínum, Kristjönu Pálsdóttur.
Kristjana segir að umfjöllunarefni nemenda hafi verið mjög fjölbreytt en að þessu sinni voru nemendur af félags- og hugvísindabraut, náttúrufræðibraut, fjölgreinabraut og íþrótta- og lýðheilsubraut. Kristjana segir ánægjulegt að sjá hversu nemendur vaxi í meðferð heimilda og framsetningu þeirra frá byrjun og til loka annarinnar. Áfanginn sé hugsaður til þess að undirbúa nemendur sem best í framsetningu efnis í háskólanámi.
 
Eftierfarandi er verkefnalistinn og nöfn nemendanna sem unnu verkefnin:
 
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá 2012 - 2018
Svavar Ingi Sigmundsson, Viktor Már Birkisson og Sindri Þór Skúlason.
 
Ísland á EM 2016
Rúnar Helgi Björnsson
 
Raðmorðingjar: Hvaða félagslegu eiginleikar móta þá?
Elísabeth Ása Eggerz og Unnur Jóna Stefánsdóttir
 
Áhrif tölvuleikja á ofbeldishegðun
Hermann Elí Hafsteinsson
 
Er hreyfing besta leiðin til þess að draga úr eða fyrirbyggja þunglyndi?
Arnór Ingi Helgason og Ómar Már Ólason
 
Áhrif skógareyðingar á loftslagið: Eru regnskógar lungu jarðarinnar?
Erna Helgadóttir, Lena Kristín Finnsdóttir og Máney Dís Díönudóttir
 
Hvað er CP?
Arnaldur Breki Kjartansson
 
Afmörkuð fælni og meðferðarúrræði
Iðunn Arna Eyþórsdóttir
 
Virtual Reality: The application of VR technology
Jens S. Esra Gunnbjörnsson
 
Þróun Crossfit
Jónatan Marteinn
 
Áhrif norrænnar goðafræði á texta í þungarokki
Steingrímur Viðar Karlsson
 
PCR
Kristín Halldóra Atladóttir
 
Angelman heilkenni
Aþena Eiðsdóttir og Kristján Benedikt Sveinsson
 
Þungunarrof: Réttindi kvenna til eigin l íkama
Álfheiður Fanney Ásmundardóttir
 
PUG hundar: Um tegundina og helsta heilsufarsvanda
Þórgunnur Ása Kristinsdóttir
 
CRISPr
Ari Þórðarson og Jóhannes Benedikt Gunnlaugsson