Fara í efni

Námsskipulag

Í framhaldsskóla ber nemandinn sjálfur ábyrgð á gerð námsáætlunar með aðstoð umsjónarkennara, sviðsstjóra og/eða námsráðgjafa. Það skiptir miklu máli að leggja vinnu í að skipuleggja námið vel, velja hæfilega margar einingar á önn, velja saman hæfilega mörg erfið fög, gæta þess að byrja snemma að taka fög sem þarf marga áfanga í og reyna líka að taka tillit til áhugasviðs þannig að námið verði skemmtilegra og auðveldara.

Gott er að gera sér tímaáætlun og skipuleggja tímann frá degi til dags og gera þannig ráð fyrir tíma til að heimanáms, samveru með fjölskyldu og vinum, íþróttir, vinnu og fleira.

Ef ekki er

tími til að undirbúa næsta dag
tími til að sinna öllum námsgreinum
... þá hljóta námsgreinarnar, frístundirnar eða vinnustundirnar að vera of margar til að árangur náist.

Þá þarf að breyta einhverju !

Vikuáætlun

Skipulags- og verkefnatafla (Pdf)

Uppfært 31. ágúst 2020 (HJÚ)