Í tímaparinu frá 11.25-12.50 verður stoðtími þar sem nemendur geta hitt kennara sína. Fyrirkomulagið er þannig að hvert fag mun vera með ákveðna stofu (svipað og á prófsýnidegi) og þar verða kennarar fagsins saman og leiðbeina nemendum. Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir nemendur að koma og fá nánari útskýringar og leiðbeiningar t.d. ef verið er að gera verkefni eða ritgerð. Þá verða kennarar í verklegum greinum til taks á inni á verkstæðunum.
Einhverjir kennarar hafa boðað nemendur til sín og ber nemanda að fara og hitta kennara sína óski þeir eftir því óháð hvort það sé sá tími í stundatöflu. Hafi kennari boðað nemanda á sama tíma og einhver annar kennari þá látið kennarana vita ef það skarast. Sú staða getur komið upp að nemandi verði að velja á hvorn staðinn hann fer en gerir það í samráði við báða kennarana.
Vonandi verðið þið dugleg að nýta ykkur þessa nýjung sem hefur það að markmiði að auka þátttöku nemenda í námsmati. Þetta er tilraun hjá okkur núna en stefnt er að því að á hverri önn verði námsmatsdagar 1-2 svar á önn.
Stofuskipan á námsmatsdegi. Föstudagur 9.október kl.11:25-12:50
Samfélagsgreinar – B01 og B02 – GUE, HRS, VAL, ÞOK, ÞRÁ
Enska – B05 - ABP, EHG, GÓL, JÓJ, KMQ
Stærðfræði– B10 – ADÓ, AHJ, EBU, HAJ, HTÓ, HÖR, INA, KHE,
Viðskiptagreinar – B11 – HIF, ÍRA, KAH, LEB,SUN
Erlend tungumál (danska og þýska) – B13 – AMS, AUÐ, GBE, TAT, ÞDG
Íslenska – B09 og B14 – ALH, ÁBE, BEB, EMB, KRÁ, SNO, ÞHJ
Hársnyrtiiðn- C02 – HAR, HSÆ
Íþróttagreinar – C05 - ÁSD, BBA, HÞÓ, JGJ
Raungreinar – C06 – ÁIB, BBL, BÖR, GLÁ, JÁR, KTR
Sjúkraliðagreinar – C09 – HAN, IBÓ, MAL
Starfsbraut – D15 – SVJ, RGU, SFS, GÁS, IDÁ, LIS, SVA, ANJ
Byggingagreinar – E01 – HTT, KRD, ÞOR, BSÓ
Rafmagn – F03 – ABA, GTH, GUF, GUM, HEI, KHJ, ORT, ÓSI
Matvælanám – G04 – ARI, EBK, HST, MAR
Listnám – G06-G11 – HBJ, HBS, AMÍ, BJE, BÍN, HGI, SBJ, VER, SÓL
Málmur - H01 – BFI, HSK, KPG, KÞK, STF
Vélstjórnargreinar – I02 – ELÍ, GMG, ING, JÓB, VIL, ÆRA