Fara í efni

Námskeið í skapandi skrifum í VMA nk. laugardag

Nú er um að gera að skrá sig á námskeið Andra Snæs
Nú er um að gera að skrá sig á námskeið Andra Snæs

Næstkomandi laugardag kl. 13-17 verður efnt til námskeiðs í VMA þar sem Andri Snær Magnason rithöfundur leiðbeinir í skapandi skrifum. Námskeiðið er fyrir ungmenni – 18-25 ára - og er ekkert þátttökugjald. Þeir sem hafa áhuga á skrifum eru hvattir til þess að nýta sér þetta námskeið á laugardaginn – skráning er á ungskald@akureyri.is. Ath. að sætaframboð er takmarkað og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Sjá einnig nánari upplýsingar á Facebook.

Námskeiðið er hluti af samkeppni ungskálda sem er samvinnuverkefni Amtsbókasafnsins, Akureyrarstofu, Ungmenna-Hússins - upplýsinga- og menningarmiðstöðvar í Rósenborg, Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.

Andra Snæ Magnason þarf vart að kynna. Hann hefur sent frá sér bækur af öllum toga, t.d. barnabækur, ljóðabækur og vísindaskáldsögur. Meðal þekktra bóka eftir hann er Draumalandið og Blái hnötturinn. Einnig hefur hann skrifað fyrir leikhús. Á námskeiðinu mun Andri Snær miðla af reynslu sinni og gefa norðlenskum ungskáldum góð ráð.