Fara efni  

Nmsferalag til Nykping Svj

Nmsferalag til Nykping  Svj
Unni a viskiptahugmyndum
rr nemendur fr VMA eru essa viku Nykping Svj samt Katrnu Harardttur og taka tt Nord+ verkefni. tttkulndin eru sland, Svj, Finnland, Eistland, Lettland and Lithen. Markmi verkefnisins er a kynnast viskiptaumhverfi tttkulndunum og vinna frumkvlaverkefni ensku. Eftir slarhringsferalag hinum msu farartkjum komst slenski hpurinn leiarenda og hittu samstarfsflagana.

Þrír nemendur frá VMA eru þessa viku í Nyköping í Svíþjóð ásamt Katrínu Harðardóttur og taka þátt í Nord+ verkefni. Þátttökulöndin eru Ísland, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland and Litháen. Markmið verkefnisins er að kynnast viðskiptaumhverfi í þátttökulöndunum og vinna frumkvöðlaverkefni á ensku. Eftir sólarhringsferðalag í hinum ýmsu farartækjum komst íslenski hópurinn á leiðarenda og hittu samstarfsfélagana.

Nemendum var skipt í hópa og hafa þeir verið að vinna að viðskiptahugmyndum og gera viðskiptaáætlun. Inn á milli eru nemendur með kynningar á heimalandi sínu, viðskiptaumhverfi og skólanum sínum. Í íslenska farangrinum leynist hinn vænsti harðfiskur með smjöri, sem verður boðið upp á í íslensku kynningunni í dag og má búast við að menn gúffi í sig af mikilli áfergju.

Nemendur munu einnig kynna sér starfsnám nemenda á Viðskipta- og hagfræðibraut í Nyköpings gymnasium á morgun en í dag er útsýnisferð um nágrenni Nyköping og pílagrímsferð í H&M.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Námsferð

Námsferð

Námsferð

Námsferð

NámsferðKveðja,
Katrín Harðardóttir,
Nanna Kristjánsdóttir,
Pétur Sigurðarsson og
Sindri Kristinsson


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.