Fara í efni  

Námiđ í VMA nýtist mér vel á hverjum degi

Námiđ í VMA nýtist mér vel á hverjum degi
Dađi Valdimarsson, framkvćmdastjóri hjá RPC Group.

„Ég á mjög góđar minnningar úr Verkmenntaskólanum og námiđ nýttist mér mjög vel á ţeirri leiđ sem ég fór síđan og sannast sagna er ţađ ennţá ađ nýtast mér í mínu daglega starfi,“ segir Dađi Valdimarsson, framkvćmdastjóri hverfisteypuverksmiđja breska fyrirtćkisins RPC Group, móđurfélags Sćplasts á Dalvík.

Dađi höf störf hjá Sćplasti á Dalvík haustiđ eftir grunnskóla, 1. október 1985, ţá ađeins fimmtán ára gamall. Haustiđ 1986 fór hann í Verkmenntaskólann og var ţar í eitt ár en tók sér ţá pásu og fór aftur ađ vinna hjá Sćplasti. Innritađist síđan aftur í VMA á viđskiptabraut og útskrifađist 1992. „Mér leist á ţessum tíma best á ađ fara á viđskiptabrautina ţví ég taldi hana veita mér bestan undirbúning fyrir háskólanám og hún myndi halda mestu opnu fyrir mig međ frekara nám. Á ţessum tíma kenndu okkur til dćmis Benedikt Barđason, nú ađstođarskólameistari VMA. Hann er mér eftirminnilegur ţví hann byrjađi allar kennslustundir á ađ varpa fram spurningu sem hann bađ okkur ađ svara og hét ţví ađ ef einhver okkar vissi svariđ myndi viđkomandi fá frí. Ţađ ţarf ekki ađ orđlengja ţađ ađ ţennan vetur fékk enginn frí í tímum hjá Bensa! Páll Hlöđvesson kenndi okkur stćrđfrćđi og sögu og félagsgreinarnar kenndu okkur Albert heitinn Sölvason og ţau hjón Ţröstur og Ađalheiđur.
Ţetta var mjög skemmtilegur tími. Skólinn var góđur en ég skal viđurkenna ađ ég man meira eftir félagslífinu en sjálfu náminu. Ég fór á fullt í félagslífiđ – var til dćmis formađur nemendafélagsins á ţriđja ári. Á ţessum tíma var nemendafélagiđ nafnlaust en viđ vildum nefna ţađ eitthvađ og fengum hugmyndir ađ nöfnum sem nemendur kusu síđan á milli.  Nafniđ Mjölnir fékk mest fylgi en ţar sem svo mörg félög og klúbbar báru ţetta nafn ákváđum viđ ađ nefna nemendafélagiđ Ţórdunu,“ rifjar Dađi upp.

Viđ útskrift úr VMA segist Dađi hafa veriđ ákveđinn í ţví hvert hann vildi stefna. „Já, ég hafđi lagt línurnar og ţađ er ekkert launungarmál ađ ég horfđi til framleiđslustjórnar í Sćplasti, á mínum gamla vinnustađ. Ég ákvađ ţví ađ fara í iđnrekstrarfrćđi í Tćkniskólanum í Reykjavík og ţar var ég í tvö og hálft ár. Skólinn var í samstarfi viđ Háskólann í Álaborg í Danmörku og úr varđ ađ ég innritađi mig í meistaranám í vélaverkfrćđi ţar og fékk námiđ mitt í Tćkniskólanum metiđ ţannig ađ ég fór beint inn á annađ ár í Álaborg, sem ţýddi ađ ég gat lokiđ náminu áriđ 2000 á fjórum árum í stađ fimm.

Dađi hafđi tekiđ námsverkefni í Sćplasti námi sínu í Álaborg og ţegar hann síđan lauk náminu bauđst honum stađa framleiđslustjóra í Sćplasti. Áriđ 2003 varđ hann framkvćmdastjóri Sćplasts og Promens á Dalvík og frá árinu 2012 var hann einnig veriđ yfirmađur stórumbúđasviđs Promens og síđar RPC. Fyrr á ţessu ári hćtti Dađi sem framkvćmdastjóri Sćplasts á Dalvík en tók ţá ađ sér framkvćmdastjórn tíu hverfisteypufyrirtćkja RPC, sem eru stađsett í Evrópu og Norđur-Ameríku. Dađi verđur eftir sem áđur stađsettur í sínum heimabć, Dalvík. Hjá ţessum tíu hverfisteypufyrirtćkjum starfa um 500 manns og eru ker um 30% af framleiđslunni.

„Ţegar ég horfi til baka vil ég halda ţví fram ađ ég hafi valiđ rétta námsleiđ og námiđ í VMA nýtist mér vel enn ţann dag í dag. Ţar lćrđi mađur grunnatriđin í t.d. bókhaldi og bókfćrslu og ţessi grunnskilningur í debet og kredit nýtist vel í fyrirtćkjarekstri,“ segir Dađi og fagnar ţví ađ hafa fengiđ tćkifćri til ţess ađ leggja sínum gamla skóla liđ međ valgreiđslukröfunni sem hann fékk frá Hollvinasamtökum VMA.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00