Fara í efni

Nám í kjötiðn haustið 2023

Fyrirhugað er að bjóða upp á nám í kjötiðn haustið 2023, ef næg þátttaka fæst. Inntökuskilyrði er að nemendur séu komnir á námssamning. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.  

Hægt er að sækja um námið hér 

Miðað verður við kennslu verklegra áfanga eina helgi í mánuði frá föstudegi til sunnudags. Fagbóklegir áfangar verða kenndir í fjarnámi.  

Nemendur sem hafa undirgengist raunfærnimat fá viðkomandi áfanga metna. Almennar greinar, t.d. íslensku og stærðfræði, þurfa nemendur að taka í dagskóla, fjarnámi eða hjá símenntunarmiðstöðvum. 

Námið er tvær annir í skóla og er gert ráð fyrir því að síðari önnin verði kennd vorönn 2025. Til viðbótar við skólatímann vinna nemendur að verkþáttum skv. rafrænni ferilbók hjá meistara.   

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí næstkomandi. 

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri verknáms anna.m.jonsdottir@vma.is