Fara í efni

Nám í heilsunuddi haustið 2023

Fyrirhugað er að bjóða upp á nám í heilsunuddi haustið 2023, ef næg þátttaka fæst. Miðað er við að nemendur hafi lokið bóklegum áföngum brautarinnar s.s. líffæra- og lífeðlisfræði, vöðvafræði og sjúkdómafræði, brautarlýsingu má sjá hér. Nemendur verða að hafa náð 18 ára aldri til að hefja verknám. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið.  

Sækja má um námið hér 

Miðað verður við kennslu aðra hverja helgi frá föstudegi til sunnudags.  

Verklegi hluti námsins er fjórar annir í skóla.  

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri verknáms anna.m.jonsdottir@vma.is