Fara í efni  

Næstu sýningar á Tröllum á sunnudaginn - örfáir miðar lausir

Næstu sýningar á Tröllum á sunnudaginn - örfáir miðar lausir
Eyþór Daði Eyþórsson í hlutverki sínu í Tröllum.

Næstkomandi sunnudag er komið að þriðju og fjórðu sýningu á Tröllum, uppfærslu Leikfélags VMA, í Menningarhúsinu Hofi. Nokkrir miðar eru lausir á báðar sýningarnar, kl. 14 og 17 á sunnudaginn, og er hægt að kaupa þá á Mak.is eða Tix.is. Einnig er þar miðasala í gangi á fimmtu sýninguna þann 8. mars nk. Miðum er farið að fækka mjög á þá sýningu og því um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst.

Fyrstu tvær sýningarnar á Tröllum sl. sunnudag gengu ljómandi vel og voru bæði aðstandendur sýningarinnar og áhorfendur himinlifandi með hvernig til tókst.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.