Fara í efni  

Myndlistin er róandi

Myndlistin er róandi
Filippía Svava Gautadóttir viđ

Filippía Svava Gautadóttir lauk námi af listnámsbraut VMA um síđustu jól. Hún segist hafa kunnađ náminu vel og fundiđ sig í ţví. Ţessa dagana má sjá  akrílverk eftir Filippíu á vegg gegnt austurinngangi skólans. Verkiđ, sem hún kallar Von, vann hún á haustönn.

Filippía Svava hefur búiđ á Akureyri undanfarin ár en fram til tólf ára aldurs bjó hún á Dalvík. Var síđan um tíma í Borgarnesi áđur en leiđin lá til Akureyrar. Til ađ byrja međ fór hún í í MA en segist hafa fundiđ út eftir eina önn ađ hún vćri ekki á réttri hillu í hreinu bóknámi. Ákvađ ţá ađ innrita sig á listnámsbraut í VMA og segir ađ ţađ hafi hentađ sér mun betur.  Hún rifjar upp ađ hún hafi lengi haft ánćgju af ţví ađ teikna og mála, m.a. hafi hún fariđ ung ađ árum á nokkurra vikna myndlistarnámskeiđ í Myndlistaskólanum á Akureyri. Í framhaldinu hafi áhuginn kviknađ fyrir alvöru og ţví hafi í raun veriđ rökrétt ađ hún fćri á listnámsbraut í framhaldsskóla.

Akrílverk Filippíu Svövu, sem núna er til sýnis í skólanum, segir hún ađ sé unniđ út frá félagskvíđa, sem hún hefur lengi glímt viđ. „Ég vildi geta túlkađ ţađ í verkinu hvernig mér líđur stundum, mér finnst stundum ég vera eins og liggjandi nakinn á kletti út í náttúrunni,“ segir Filippía. Í verkinu er töluverđur drungi en einnig glittir í heiđan himinn, sem er til marks um ađ ţađ er alltaf birta í fjarska. Vonin er til stađar, eins og nafn verksins, Von, gefur til kynna. „Myndlistin er róandi og hún hefur hjálpađ mér í ţessu. Einnig hefur jákvćtt og heimilislegt andrúmsloft á listnámsbrautinni haft mikiđ ađ segja,“

Filippía hefur sett stefnuna á förđunarnám nćsta haust í Reykjavík og í framhaldinu hefur hún mikinn áhuga á ţví ađ starfa viđ leikhúsförđun. „Ég hef lengi haft áhuga á leiklist en ekki beint ađ leika. Ţađ sem kemst nćst ţví er ađ vinna baksviđs í leikhúsinu og ţá horfi ég til ţess ađ farđa. Á vissan hátt má segja ađ ţetta sé óbeint framhald af listnáminu.“

En áđur en kemur ađ förđunarnáminu nćsta haust ćtlar Filippía Svava ađ ferđast. Ţann 11. apríl nk. fer hún og vinkona hennar alla leiđ til Balí, ţar sem ţćr dvelja í mánuđ. Á leiđinni verđur stoppađ í Amsterdam, Ţýskalandi og Kína. Heim verđur komiđ í lok maí.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00