Fara í efni

Myndbönd um störf í byggingar- og málmiðnaði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samiðn hafa látið gera fjögur stutt myndbönd sem eru ætluð náms- og starfsráðgjöfum og nemendum sem standa frammi fyrir því að velja nám og starf. Með myndböndunum er lögð áhersla á að kynna störf og þau tækifæri sem felast í störfum í byggingariðnaði og málmiðnaði.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samiðn hafa látið gera fjögur stutt myndbönd sem eru ætluð náms- og starfsráðgjöfum og nemendum sem standa frammi fyrir því að velja nám og starf.
Með myndböndunum er lögð  áhersla á að kynna störf og þau tækifæri sem felast í störfum í byggingariðnaði og málmiðnaði.

Hvert myndband er hálf önnur til tvær mínútur að lengd og er mikilvægt að horfa á þau öll til að fá heildarmyndina.  

Hér má sjá myndband um  fólk sem starfar við tré- og málmsmíði og hér er myndband um húsbyggingar.
Þriðja myndbandið er um framleiðslu vél- og tæknibúnaðar og það fjórða almennt um störf í byggingar- og tæknigreinum.