Fara í efni

Myndasyrpa úr Ávaxtakörfunni

Atriði úr hinni bráðfjörugu Ávaxtakörfu.
Atriði úr hinni bráðfjörugu Ávaxtakörfu.

Það eru engar ýkjur að segja að miklir töfrar eigi sér stað á sviðinu í Menningarhúsinu í Hofi þar sem Leikfélag VMA frumsýnir Ávaxtakörfuna næstkomandi sunnudag kl. 14. Síðasta æfingarennsli var í Hofi í gærkvöld og allra síðasta rennslið - generalprufan sjálf - verður á morgun, laugardag. Rennslið í gærkvöld gekk mjög vel og leikgleðin skein úr hverju andliti, þó svo að þreytan sé farin að segja til sín eftir langa og erfiða æfingatörn. En af frammistöðunni í gærkvöld að dæma eru allir tilbúnir fyrir frumsýninguna. Þetta er skemmtun sem enginn verður svikinn af, svo mikið er víst! Þeir sem ekki hafa tryggt sér miða nú þegar ættu að gera það strax! Aðeins fjórar sýningar í boði - tvær næsta sunnudag og aðrar tvær sunnudaginn 18. febrúar. Miðasalan er á mak.is

Hilmar Friðjónsson og Atli Ágúst Stefánsson fylgdust með æfingu á Ávaxtakörfunni í vikunni og hér að neðan gefur að líta afraksturinn. 

Myndaalbúm 1
Myndaalbúm 2
Myndaalbúm 3
Myndaalbúm 4
Myndaalbúm 5
Myndaalbúm 6
Myndaalbúm 7
Myndaalbúm 8
Myndaalbúm 9