Fara í efni  

Músíkalskur vélstjórnarnemi

Músíkalskur vélstjórnarnemi
Hjörleifur Hrafn Sveinbjarnarson međ nikkuna.

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson er músíkalskur vélstjórnarnemi á nítjánda ári sem grípur í harmonikuna ţegar fćri gefst. Hér er Hjörleifur ađ spila fyrir skólafélaga sína Síldarvalsinn eftir Steingrím Sigfússon viđ ljóđ sveitunga síns, Haraldar heitins Zophoníassonar frá Jađri á Dalvík.

Hjörleifur Helgi er sem sagt Dalvíkingur. Hann kom í VMA ađ loknum 10. bekk grunnskóla en var ekki á ţeim tíma alveg viss hvađ hann ćtlađi ađ verđa ţegar hann yrđi stór. Skráđi sig í grunndeild málmiđnađar og lauk henni og ákvađ síđan í framhaldinu ađ fara í vélstjórnarnám, er nú á ţriđja ári og segist vera mjög sáttur viđ námiđ.

En til hliđar viđ vélstjórnarnámiđ er Hjörleifur ađ lćra á harmoniku og hefur raunar gert ţađ í mörg ár á Dalvík. Hann segir vissulega ekki algengt ađ ungt fólk nú til dags lćri á harmoniku en ađ sínu mati sé hún afar heillandi hljóđfćri – í raun heil hljómsveit samankomin í einu hljóđfćri. Ţrátt fyrir ađ vera önnum kafinn í vélstjórnarnáminu hefur hann ekki lagt harmonikunámiđ alveg á hilluna. Hann býr í heimahögunum á Dalvík og fer á milli daglega. Einn tíma í viku hittir hann kennarann sinn í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga á Dalvík, Ave Köru Sillaots, og til viđbótar ćfir hann sig markvisst heima. Ađ óbreyttu er stefnan ađ ljúka svokölluđu miđprófi í harmonikuleik í vor.

Harmonikan sem Hjörleifur greip í í VMA hafđi hann ađ láni en hann segist eiga sjálfur enn voldugra hljóđfćri heima. Hann segist spila tónlist af ýmsum toga, allt frá dćgurlögum upp í flóknari stykki eftir meistara Bach og Mozart.

Auk tónlistarinnar segist Hjörleifur hafa mikla ánćgju af hestum og hestamennsku enda alinn upp viđ slíkt frá blautu barnsbeini.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00