Fara í efni

Móttaka nýnema – kynningarfundur fyrir foreldra

Stundatöflur verða afhentar nemendum nk. fimmtudag, 21. ágúst. Nýnemar (f. 1998 og síðar) skulu nálgast stundatöflur sínar milli kl. 13.30 ogh 14.00 í Gryfjunni – miðrými skólans. Síðar þennan sama dag verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema.

Stundatöflur verða afhentar nemendum nk. fimmtudag, 21. ágúst. Nýnemar (f. 1998 og síðar) skulu nálgast stundatöflur sínar milli kl. 13.30 ogh 14.00 í Gryfjunni – miðrými skólans. Síðar þennan sama dag verður haldinn kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema.

Eftir að nýnemar hafa fengið stundatöflur í sínar hendur verður formleg móttaka nýnema í Gryfjunni kl. 14. Þar munu stjórnendur skólans hitta nemendur en síðan fara þeir í kennslustofur með umsjónarkennurum og þar verður farið yfir ýmsa þætti er varða fyrstu dagana í skólanum ásamt því að gengið verður um skólann. Gert er ráð fyrir að nemendur verði með umsjónarkennurum sínum til kl. 15.30-16.00. Rétt er að taka fram að forráðamönnum nýnema er velkomið að vera með þeim allan þennan fyrsta skóladag í VMA.

Klukkan 16-17 á fimmtudaginn verður síðan kynningarfundur fyrir foreldra í stofu M01 þar sem  stjórnendur skólans hitta foreldra og svara spurningum. Þann 2. september verður annar fundur stjórnenda með foreldrum og þar verða einnig umsjónarkennarar nýnema.

Á fimmtudaginn, á meðan á töfluafhendingu stendur, verða starfsmenn Lostætis, sem annast matarsölu í matsalnum í Gryfjunni, á staðnum og selja matarkort/annarkort. Einnig er hægt að kaupa matarkort í gegnum vefinn - sjá hér

Bókalista fá nemendur með stundatöflunni á fimmtudag. Flestar bækur eru til sölu í Eymundsson en einnig eru hefti frá kennurum seld á skrifstofunni. Í fyrstu kennslustund fá nemendur námsáætlun fyrir önnina, upplýsingar um verkefnaskil,  námsmat, kennslubækur og fleira.