Fara í efni  

Mín leið opnuð í Listasafninu

Mín leið opnuð í Listasafninu
Fjórir nemendur sýna verk sín í Listasafninu.

Á morgun, laugardaginn 19. nóvember kl. 15, verður Mín leið, sýning brautskráningarnemenda á listnáms- og hönnunarbraut VMA, opnuð í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til sunnudagsins 27. nóvember nk.

Liður í náminu á listnáms- og hönnunarbraut er að vinna lokaverkefni til sýningar í Listasafninu. Alltaf er efnt til sýningar undir lok hverrar annar, á haust- og vorönn. Þetta er sjöunda árið í röð sem sýningarnar eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. Sýningarnar eru ólíkar að gerð og umfangi, allt fer það eftir fjölda brautskráningarnema. Að þessu sinni sýna fjórir nemendur verk sín; Eyrún Arna Ingólfsdóttir, Júlía Jökulrós Sveinsdóttir, Marcus Emil Sigurbjörnsson og Natalía Sól Jóhannsdóttir.

Nemendur vinna að lokaverkefni sínu yfir heila önn og í þeirri vinnu felst ákveðin hugmynda- og rannsóknarvinna, vinna við mótun verksins og síðan uppsetning þess á sýningunni í Listasafninu í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem horft er til frumkvæðis, hugmyndaauðgi og agaðra vinnubragða.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.