Fara í efni  

Mikill fróđleikur á lokaverkefnadegi

Mikill fróđleikur á lokaverkefnadegi
Nokkrir af ţeim nemendum sem kynntu verkefni sín.

Ţá fer ađ líđa ađ lokum vorannar 2019. Í dag, á morgun og nk. fimmtudag eru ţrír síđustu kennsludagar vorannarinnar og taka ţeir óneitanlega miđ af ţví ađ kennslu er ađ ljúka og viđ taka annarpróf í nćstu viku.

Í gćr var svokallađur lokaverkefnadagur ţar sem nemendur í nokkrum deildum kynntu lokaverkefni sín á önninni. Í flestum tilfellum vinna nemendur lokaritgerđir og ţeir kynntu síđan stuttar samantektir úr ţeim. Ţessar kynningar hófust klukkan 9 í gćrmorgun og ţeim var ekki lokiđ fyrr á fjórđa tímanum í gćr. Ađ vonum var efni kynninganna afar fjölbreytt og tók eđlilega miđ af ţví á hvađa námsbrautum nemendur eru. Um var ađ rćđa kynningar sem tengdust íţrótta- og lýđheilsumálum, sagnfrćđi, heilbrigđisvísindum, félagsvísindum, viđskiptum, náttúruvernd og raunvísindum. Síđdegis í gćr voru síđan útskriftarnemar í vélstjórn međ kynningu á sínum lokaverkefnum og verđur síđar í vikunni sagt nánar frá ţeim verkefnum hér á vefsíđu skólans.

Eins og vera ber bar margt áhugavert á góma í kynningunum í gćr. Ţetta voru verkefnin:

Lykillinn ađ velgengni fótboltaliđa    
Birkir Eydal

Saga Manchester United    
Árni Már Guđfinnsson

Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson    
Hilmar Örn Gunnarsson og Viktor Snćr Guđlaugsson

Jafnrétti í fótbolta    
Sara Gná Valdemarsdóttir

Krossbandaslit     
Sćvar Ţór Fylkisson

Gengi Chelsea frá 2013 og til dagsins í dag    
Skarphéđinn Hinrik Óliversson

Ungir atvinnumenn     
Frosti Brynjólfsson og Jason Orri Geirsson

Gengi Liverpool frá 2012 og til dagsins í dag    
Patrekur Óli Gústafsson

Ég sparka eins og stelpa    
Magđalena Ólafsdóttir og Snćdís Ósk Ađalsteinsdóttir

Hvađ ţarf til ţess ađ skara fram úr í knattspyrnu á Íslandi?     
Ómar Már Ólafsson

Warhammer 40K    
Ólafur Jónsson

Hvernig ţrćlahald hafđi áhrif á tónlistarsöguna    
Guđný Jónsdóttir

Hringleikahúsiđ í Róm    
Stefán Árni Stefánsson

Leikjaforritun og hönnun    
Halldór Heiđberg Stefánsson

Heródotus frá Halikarnassus    
Arney Björnsdóttir

Gítarinn     
Alexander Reynir Tryggvason

D-Day - Innrásin í Normandí    
Bjarki Sigurđsson og Hákon Orri Steingrímsson

Grímsey fyrr og nú    
Heiđar Andri Gunnarsson

Hjartabilun   
Karen Eir Valdemarsdóttir

Áhrif núvitundar á minnisgeymd    
Harpa Lísa Ţorvaldsdóttir, Karolina Domanska og Ţórunn Ósk Jóhannesdóttir

Snjalltćkjanotkun ungmenna    
Dagbjört Jónsdóttir og Hrund Nilima Birgisdóttir

Fjölkerfameđferđ MST    
Ottó Daníel Tulinius

Ađ vera eđa vera ekki geđveikur: B-klasa persónuleikarasakanir    
Guđrún Katrín Gunnarsdóttir

Félagskvíđaröskun međal einstaklinga međ einhverfu     
Helgi Brynjólfsson

Beinhimnubólga    
Anna Marý Ađalsteinsdóttir og Júlía Sif Höskuldsdóttir

Svefn og tengsl viđ íţróttir og atvinnu    
Jakob Ernfeld og Einar Kristján Grant Hólmarsson

Geđhvörf: Er hćgt ađ lifa góđu lífi međ geđhvarfasýki    
Eva Hrönn Arnardóttir, Karen Alfa Rut Kolbeinsdóttir og Tinna Karen Arnardóttir

Ţunglyndi aldrađra međ heilabilun    
Sevinj Aliyeva

Afbrotafrćđi og viđfangsefni hennar   
Indíra Jónasdóttir og Hilmir Gauti Garđarsson

Hver er skilningur ungra kvenna (17-24 ára) á neysluvenjum sínum og umhverfislegum áhrifum skyndi-tísku (e. fast-fashion)    
Berglind Hauksdóttir

Saga og fjármál NBA deildarinnar    
Sveinbjörn Hjalti Sigurđsson

Kauphegđun ungmenna á internetinu    
Kristín Ragna Tóbíasdóttir

Plast - hvađa ábyrgđ ber ég?    
Tómas Bergsteinn Arnarson

Sítrónurafhlađa 
Egill Vagn Sigurđarson, Róslín Erla Tómasdóttir og Úlfur Saraphat Ţórarinsson

Polymerase Chain Reaction    
Silja Hrönn Hlynsdóttir

Dýr í útrýmingarhćttu    
Emilía Rós Elíasdóttir

Klámvćđing í tónlist og tónlistarmyndböndum
Ţorsteinn Ćgir Óttarsson

 

Í lokin í stuttu máli um fimm af kynningunum:

Krossbandaslit
Sćvar Ţór Fylkisson á íţróttabraut beindi í lokaverkefni sínu sjónum ađ krossbandaslitum en sjálfur spilar hann knattspyrnu međ KF – Knattspyrnufélagi Fjallabyggđar. Sćvar gat ţess ađ krossbönd hafi ţann tilgang ađ tryggja stöđugleika hnésins og sé talađ um fremra og aftara krossband. Algengara sé ađ fremra krossbandiđ slitni og ţađ geti gerst undir ýmsum kringumstćđum en algengara sé ađ ţađ slitni án snertingar, t.d. sé nokkuđ algengt ađ íţróttamenn, t.d. knattspyrnumenn, snúi upp á fótlegginn, m.a. međ ţví ađ festa takka á takkaskónum í grasi. Sćvar Ţór sagđi ađ krossbandsslit vćru mun algengari hjá stúlkum en piltum, á aldrinum 15-25 ára. Átta til níu af hverjum tíu krossbandaslitum verđa á fremra krossbandi. Sćvar Ţór sagđi ađ líkamlega og andlega gćtu krossbandaslit tekiđ verulega á fyrir viđkomandi. Hjá íţróttafólki vćru ţess dćmi ađ ferill íţróttamanns vćri úr sögunni međ krossbandaslitum en međ markvissri styrktarţjálfun og ţolinmćđi ćtti fólk ađ geta náđ fullum bata. Sćvar Ţór undirstrikađi ađ bataferliđ krefđist mikillar ţolinmćđi og aga og meiđslin vćru kostnađarsöm.

Ungir atvinnumenn í íţróttum
Íţróttabrautarstrákarnir Frosti Brynjólfsson og Jason Orri Geirsson fjölluđu í fyrirlestri sínum um unga atvinnumenn í íţróttum. Frosti er knattspyrnumađur, hefur spilađ međ bćđi KA og Magna á Grenivík, en Jason Orri hefur spilađ handbolta međ Akureyri. Ţeir könnuđu hvernig ungum og efnilegum íţróttamönnum frá Íslandi hafi gengiđ ađ fóta sig í atvinnumennsku. Niđurstađa ţeirra var sú ađ ţeim gengi ţađ jafn misjafnlega vel og ţeir vćru margir. Sálrćnir ţćttir skiptu máli í ţessu sambandi og einnig líffrćđilegir. Sumir vćru tilbúnir til ţess ađ taka skrefiđ ungir ađ árum en ađrir alls ekki. Til ţess ađ standast álagiđ vćri nauđsynlegt ađ viđkomandi hefđu gott bakland og stuđning. Freistingarnar vćru margar og ţćr ţyrfti ađ standast og ćfingaálagiđ og pressan gćti veriđ mikil, fyrir marga unga íţróttamenn gćti sá ţröskuldur veriđ of hár til ţess ađ komast yfir.

Ójafnrétti í íţróttum
Magđalena Ólafsdóttir og Snćdís Ósk Ađalsteinsdóttir á íţróttabraut, sem spila fótbolta međ Hömrunum, sem er hliđarfélag meistaraflokks kvennaliđs Ţórs/KA í knattspyrnu, fjölluđu um jafnrétti í íţróttum og niđurstađa ţeirra er ađ ţar sé pottur brotinn og hér á landi sé langt í land ţegar kemur ađ jafnrétti kynjanna í íţróttum. Ţćr nefndu í ţessum efnum ađ leikreglur í knattspyrnu vćru skrifađar fyrir karlmenn, fjölmiđlar vćru ekki eins vakandi fyrir umfjöllun um kvennaíţróttir og karlaíţróttir og launamunur vćri enn mjög sláandi. Ţćr vitnuđu í ţví sambandi til launamunar leikmanna karla- og kvennalandsliđa Bandaríkjanna í knattspyrnu. Laun fyrir sigurleiki vćri margföld hjá körlunum í samanburđi viđ konurnar, meira ađ segja séu greiđslur til landsliđskvennanna fyrir sigurleiki lćgri en greiđslur til karlanna fyrir tapleiki. Ţađ segi sína sögu. Og ţćr bćttu viđ ađ í liđi ţeirra Hamranna sé leikmönnum gert ađ borga 90 ţúsund krónur í ćfingagjöld og ţćr standi sjálfar straum ađ kaupum á ćfingafatnađi. Og ţađ sama gildi um allar ćfingaferđir. Í karlaliđum sé almennt allt annađ uppi á teningnum.

Snjalltćkjanotkun
Dagbjört Jónsdóttir og Hrund Nilima Birgisdóttir fjölluđu í kynningu sinni um snjalltćkjanotkun ungmenna sem ţćr sögđu hafa aukist gríđarlega á síđustu árum. Til marks um aukna notkun snjalltćkja, síma og spjaldtölva, voru seldar um allan heim 13 milljónir síma áriđ 2008 en 211 milljónir áriđ 2016. Ţćr sögđu bćđi jákvćđa og neikvćđa hliđ á símanotkun. Hún gćti leitt til einangrunar, dvínandi samskipta viđ annađ fólk og ţá vćri svokallađ rafrćnt einelti vaxandi vandamál. Enskukunnátta hefđi aukist hjá börnum og unglingum en ađ sama skapi hafi kunnátta í móđurmálinu dvínađ.
Dagbjört og Hrund tóku viđtöl viđ kennara í Síđuskóla á Akureyri og kom fram hjá ţeim ađ snjallsímarnir hafi ţau neikvćđu áhrif ađ minnka einbeitingu nemenda, hugur ţeirra sé oft viđ tćkin og óttinn viđ ađ missa af einhverju. Lestur á bókum og blöđum hafi minnkađ en hins vegar vćri jákvćtt ađ auđveldara vćri ađ nálgast upplýsingar í gegnum netiđ. Á yngsta stiginu fá nemendur í Síđuskóla ekki ađ vera međ síma í tímum en ţess í stađ fá ţeir afnot af af ipödum í skólanum. Enskukunnátta elstu nemenda Síđuskóla segja kennarar ađ sé almennt góđ en hins vegar sé einn af neikvćđu ţáttunum áberandi aukin kvíđni og óöryggi. Almennt sögđu ţćr Dagbjört og Hrund ađ snjalltćkjanotkun hafi aukist gríđarlega og hún hafi áhrif á alla í fjölskyldunni. Mikilvćgt sé ađ takmarka símanotkun á degi hverjum og ţćr nefndu ađ ţađ vćri nú svo ađ fullorđna fólkiđ vćri ekkert betra í ţessum efnum en ţeir sem yngri eru.

Beinhimnubólga    
Anna Marý Ađalsteinsdóttir og Júlía Sif Höskuldsdóttir, sem báđar ljúka stúdentsprófi af íţrótta- og lýđheilsubraut síđar í ţessum mánuđi, fjölluđu í lokaverkefni sínu um beinhimnubólgu íţróttafólks. Beinhimnubólga getur sannarlega veriđ hrein andstyggđ og oft getur veriđ erfitt ađ kveđa hana niđur. Anna Marý og Júlía Sif sögđu ađ áhćttuţćttir beinhimnubólgu vćru m.a. inn- og útskeifa eđa flatur fótur, skekkja í mjöđmum, ofţyngd, hart eđa ójafnt undirlag og óheppilegur skóbúnađur. Fram kom hjá ţeim ađ meiri líkur vćru á ţví ađ konur fengju beinhimnubólgu en karlar. Ţessi kvilli er nokkuđ algengur hjá skokkurum sem hlaupa á hörđu undirlagi, t.d. langar vegalengdir á malbiki eđa gangstéttarhellum, og eru mögulega í hlaupaskóm sem passa ţeim ekki. Ţá getur beinhimnubólgan látiđ á sér krćla á grimmilega hátt í fótleggjum. Í svörum sem Anna Marý og Júlía Sif fengu í verkefni sínu frá nemendum og starfsfólki VMA kom fram ađ flestir ţeirra sem svöruđu könnun ţeirra og höfđu fengiđ beinhimnubólgu tengdu hana viđ ofţjálfun eđa skekkju í fótum.  Almennt var ţađ niđurstađa höfunda verkefnisins ađ íţróttafólk sem hlaupi á hörđu undirlagi eđa sé međ skekkju í líkamanum sé líklegra en ađrir til ţess ađ fá beinhimnubólgu.

 

 

 

 

 

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00