Fara í efni

Mikil þátttaka í íþróttadeginum á morgun - hefst kl. 12:00 í Íþróttahöllinni

Eins og hefur komið fram hér á heimasíðunni verður efnt til íþróttadags í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun þar sem nemendur í VMA og Framhaldsskólanum á Laugum keppa í nokkrum íþróttagreinum. Fyrir þessum degi, sem nú er verið að endurvekja eftir margra ára hlé, standa nemendur í viðburðastjórnun, áfanga sem Sunna Hlín Jóhannesdóttir kennir. Í síðustu viku gafst nemendum í VMA kostur á að skrá sig til leiks og í stuttu máli sagt fór skráning fram úr öllum væntingum og því þurfti að fella niður tvær greinar sem hafði verið gert ráð fyrir að keppa í. En dagskrá morgundagsins verður sem hér segir:

Mótið hefst stundvíslega klukkan 12 í Íþróttahöllinni.

Blak kl. 12:00
Fótbolti & hreystibraut kl. 12:35
Körfubolti & skotbolti kl. 13:10 
Bandý kl. 13:40

Íþróttadagurinn hefur þann tilgang að þátttakendur og stuðningsfólk eigi saman skemmtilegan dag í Íþróttahöllinni. Blár verður litur VMA-liðsins.

Einnig skal tekið fram að hugmyndin að baki þessum degi byggir á því að sá ágóði sem skapast af veitingasölu í íþróttahöllinni renni óskiptur til að fjármagna kennslustofu fyrir börn og unglinga á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri.