Fara í efni  

Miđasala hafin á Ávaxtakörfuna

Miđasala hafin á Ávaxtakörfuna
Ávaxtakarfan verđur sett upp í Hofi í febrúar 2018
Miđasala á fjölskylduleikritiđ Ávaxtakörfuna, sem Leikfélag VMA frumsýnir í Hofi 11. febrúar 2018, er hafin á annars vegar mak.is og hins vegar í miđasölunni í Hofi.
 
Ávaxtakarfan er stórt og metnađarfullt verkefni og ţví var ákveđiđ ađ hafa ćfingatímann óvenju langan. Hafist var handa af fullum krafti í október og hafa ćfingar gengiđ ljómandi vel undir stjórn leikstjórans Péturs Guđjónssonar og ađstođarleikstjórans Jokku. Einnig hefur Sindri Snćr Konráđsson lagt sín lóđ á vogarskálarnar međ ţví ađ stýra söngćfingum.
Auk leikćfinganna sjálfra hefur veriđ unniđ mikiđ og gott starf í búningagerđ og eru búningar nú ađ stórum hluta tilbúnir, sem verđur ađ teljast afburđa gott, sléttum tveimur mánuđum fyrir frumsýningu.
 
Viđ eigum ţess kost ađ taka smá forskot á sćluna núna í ađdraganda jóla. Síđastliđinn laugardag voru leikarar úr sýningunni á Glerártorgi og ţeir verđa ţar aftur 16. 22. og 23. desember nk.
 
Sem fyrr segir er miđasala á Ávaxtakörfuna komin í fullan gang. Hvernig vćri ađ gefa miđa á ţessa bráđskemmtilegu sýningu í jólagjöf? Er ţađ ekki hugmynd til ţess ađ velta vöngum yfir?

Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00