Fara í efni  

Miðasala á árshátíð VMA hefst í dag

Miðasala á árshátíð VMA hefst í dag
Það stefnir í ósvikna gleði á árshátíð VMA 2017.

Í dag - eftir löngu frímínútur - hefst sala aðgöngumiða á árshátíð VMA, sem verður föstudagskvöldið 24. febrúar nk. í íþróttahúsi Síðuskóla. Sala aðgöngumiða verður fyrir utan nemendaráðsskrifstofuna.

Óhætt er að segja að í engu er til sparað við árshátíðina að þessu sinni og hafa sjaldan eða aldrei jafn mörg stórstirni stigið á stokk á einni og sömu hátíðinni. Auddi og Steindi Jr. munu veislustýra hátíðinni og á dansleiknum að málsverði loknum skemmta Emmsjá GautiPáll Óskar, Ká-AkáGKR og Bent og Blezroca skemmta. Til stóð að Úlfur Úlfur kæmi fram á árshátíðinni en af óviðráðanlegum ástæðum gat ekki orðið af því. Í þeirra stað skemmta Ká-Aká, GKR og Bent og Blezroca.

Matseðill kvöldsins hljómar svo að í aðalrétt verður heilsteikt lambalæri með rjómasósu. Meðlæti verður ferskt salat, kartöflugratín, gænar baunir og rauðkál. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með rjómatopp.

Verð aðgöngumiða í mat og á dansleik er kr. 4.900 (sem er 2.000 kr. lækkun frá því í fyrra) en á ballið að loknum matnum kostar miðinn kr. 2.500.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.