Fara í efni

Metakvöld VMA og MA í Gryfjunni í kvöld

Svokallað Metakvöld VMA og MA hefur unnið sér fastan sess og enn og aftur er komið að þessum viðburði í félagslífi beggja skóla. Að þessu sinni verður Metakvöldið í Gryfjunni í VMA í kvöld, þriðjudaginn 13. nóvember, og hefst kl. 19:30.

Að vanda keppa nemendur skólanna í ýmsum skemmtilegum þrautum og ef að líkum lætur verður keppnisandinn og gleðin á sínum stað. Nemendur skólanna eru hvattir til þess að mæta og hvetja sína fulltrúa til dáða.