Fara í efni

Mennta- og barnamálaráðherra heimsækir VMA

Mennta- og barnamálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins í VMA í dag með skólameistara og aðstoðarsk…
Mennta- og barnamálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins í VMA í dag með skólameistara og aðstoðarskólameistara og fulltrúum í stjórn Þórdunu. Mynd: Hilmar Friðjónsson.

Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti VMA heim í dag ásamt tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.

Ráðherra hóf heimsóknina í VMA á því að ganga um skólann í fylgd skólameistara og aðstoðarskólameistara og fulltrúa úr stjórn Þórdunu og fræðast um skólastarfið. Síðan átti hann fund með starfsfólki þar sem hann fór yfir ýmis mál sem unnið er að í ráðuneytinu er lýtur að framhaldsskólum, m.a. viðbyggingar við verknámsskóla, þar á meðal VMA. Einnig fór hann yfir hugmyndir að nýju skipulagi fyrir opinbera framhaldsskóla sem hafi að markmiði að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur.

Mennta- og barnamálaráðherra og starfsfólki ráðuneytisins eru færðar þakkir fyrir heimsóknina í VMA í dag.