Fara í efni

Meistaraskóli VMA í kvöldskóla

Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur langa hefð fyrir því að bjóða upp á nám í meistaraskóla fyrir iðnsveina, fyrst í kvöldskóla en síðustu ár í fjarnámi. Næsta haust mun skólinn bjóða upp á meistaraskóla í kvöldskóla ef næg þátttaka verður. Kennt verður mánudaga-fimmtudaga frá kl. 16:15-19:15 og í boði verða áfangar sem eru sameiginlegir öllum iðngreinum til meistararéttinda. Meistaraskólinn mun jafnframt verða áfram í boði í fjarnámi eins og hingað til. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur langa hefð fyrir því að bjóða upp á nám í meistaraskóla fyrir iðnsveina, fyrst í kvöldskóla en síðustu ár í fjarnámi. Næsta haust mun skólinn bjóða upp á meistaraskóla í kvöldskóla ef næg þátttaka verður. Kennt verður mánudaga-fimmtudaga frá kl. 16:15-19:15 og í boði verða áfangar sem eru sameiginlegir öllum iðngreinum til meistararéttinda. Meistaraskólinn mun jafnframt verða áfram í boði í fjarnámi eins og hingað til.

Inntökuskilyrði í meistaranám er fullgilt sveinspróf. Markmið meistaranáms er að veita þeim fræðslu og þjálfun sem lokið hafa sveinsprófi svo þeir geti fengið meistarabréf skv. 10 gr. Iðnaðarlaga nr. 47/1978, staðið fyrir sjálfstæðum rekstri í iðngrein sinni, stjórnað verkum og kennt nýliðum vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði. Námið er í eðlilegu framhaldi af iðnnámi.
Námskrá iðnmeistaranáms tekur til sameiginlegs kjarna í almennum greinum og stjórnunar- og rekstrargreinum auk fagnáms í einstökum iðngreinum þar sem um slíkt er að ræða (sjá nánar á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis)
Í meistaraskóla VMA er unnt að ljúka námi í almennum bóknámsgreinum og stjórnunar- og rekstrargreinum. Faggreinar byggingagreina verða áfram í boði í fjarnáminu eins og verið hefur.
Nánari upplýsingar um meistaraskólann verða settar á heimasíðu skólans í byrjun ágúst en þá verður jafnframt opnað fyrir umsóknir. Stefnt er að því að kennsla hefjist í lok ágúst.